fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Íslandsmet í sjálfshóli án atrennu

Svarthöfði
Miðvikudaginn 26. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra ritaði tímamótagrein í örþunnt Morgunblaðið síðastliðinn mánudag. Yfirskriftin var „Dómsmálaráðherra í eitt ár“. Þar sem Svarthöfði er alkunnur áhugamaður um stjórnmál og stjórnmálamenn lagðist hann yfir greinina af miklum áhuga og las hana upp til agna.

Dómsmálaráðherra er greinilega mjög annt um sinn málaflokk og telur hann gríðarlega mikilvægan. Guðrún Hafsteinsdóttir segir mikinn árangur hafa náðst á þessu ári sem hún hefur gegnt embættinu og boðar hvers kyns umbætur í m.a. útlendingamálum og fangelsismálum. Þá mun Landhelgisgæslan ekki verða látin sitja á hakanum né heldur almannavarnir.

Svarthöfði gat samt ekki varist þeirri tilfinningu að hann hefði lesið þessa grein áður, og það líka í Mogganum, og þar sem hann er skipulagður með eindæmum og varðveitir jafnan öll menningarverðmæti sem um hendur hans fara hófst hann handa og leitaði að þessari kunnuglegu grein í gömlum Morgunblöðum, sem hann geymir við hárrétt rakastig í loftskiptri geymslu.

Og viti menn, 29. desember síðastliðinn, birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „200 dagar í embætti“ og höfundur einmitt enginn annar en dómsmálaráðherra lýðveldisins. Þar fer Guðrún Hafsteinsdóttir yfir sömu mál og boðar sömu aðgerðir.

Nú getur Svarthöfði í sjálfu sér fallist á það með Guðrúnu Hafsteinsdóttur að seta hennar í embætti dómsmálaráðherra sé gríðarlega merkileg, jafnvel einstætt fyrirbæri, og fullt tilefni sé til minna reglulega á þá staðreynd. Hann hefur þó hingað til verið þeirrar skoðunar að þeir sem láta verkin tala þurfi ekki að berja sér á brjóst eða slá sér gullhamra, nóg sé að verkin tali.

En, látum það liggja milli hluta, víst er að ráðherrann boðar mikil afrek í dómsmálaráðuneytinu í komandi tíð og Svarthöfði er þess fullviss að engar verða fyrirstöðurnar hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn við að herða útlendingalöggjöfina í haust. Eins og aðrir landsmenn hefur hann ekki komist hjá því að taka eftir og verða jafnvel hrærður yfir þeim einstaka vináttu- og samstarfsanda sem blæs um vistarverur á kærleiksheimili ríkisstjórnarinnar.

Nú bíður Svarthöfði spenntur eftir næstu grein dómsmálaráðherra og veltir fyrir sér hvort hún verði undir yfirskriftinni „Önnur verslunarmannahelgin í embætti“ eða jafnvel „Dómsmálaráðherra í 400 daga“. Eitt er víst: Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun
EyjanFastir pennar
01.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Uppsöfnuð hræðsla við skoðanaskipti

Sigmundur Ernir skrifar: Uppsöfnuð hræðsla við skoðanaskipti
EyjanFastir pennar
01.06.2024

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Lattelepjandi listamannsaumingjar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Lattelepjandi listamannsaumingjar
EyjanFastir pennar
25.05.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitík í verki

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitík í verki
EyjanFastir pennar
25.05.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóri Núpur

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóri Núpur