fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Pressan

Fundu að minnsta kosti 150.000 tonn af vatni á toppi hæstu eldfjallanna á Mars

Pressan
Sunnudaginn 30. júní 2024 07:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn fundu nýlega allt að 150.000 tonn af frosnu vatni á toppi eldfjallanna á Tharsis svæðinu á Mars en þar eru hæstu fjöll sólkerfisins. Þau eru þrisvar sinnum hærri en Everest.

Þetta er umtalsvert vatnsmagn en þetta svarar til 60 fullra keppnissundlauga. Live Science hefur eftir Adomas Valantinas, nýdoktor við Brown háskólann og aðalhöfundi rannsóknarinnar, að talið hafi verið að ekki frysi við miðbaug Mars því blanda sólskins og þunns lofthjúps héldi hitastiginu frekar háu á láglendi og fjallstoppum að degi til.

En nú hafa vísindamennirnir komist að því að það frýs á toppum fjallanna á hverri nóttu. Frostið þiðnar svo á morgnana þegar sólin hitar yfirborðið.

Þessi uppgötvun getur skipt miklu máli þegar kemur að því að reikna út hversu mikið vatn er á Mars en mikilvægt er að vita það í tengslum við fyrirhugaðar mannaðar geimferðir þangað.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Geoscience.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona fékk þyngri dóm en nauðgari – Kallaði hann „viðbjóðslegt nauðgarasvín“

Þýsk kona fékk þyngri dóm en nauðgari – Kallaði hann „viðbjóðslegt nauðgarasvín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérkennari sökuð um að hafa beitt nemanda sinn kynferðislegu ofbeldi

Sérkennari sökuð um að hafa beitt nemanda sinn kynferðislegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er búin að sofa hjá 200 það sem af er ári – Leitar enn að hinni einu sönnu ást

Hún er búin að sofa hjá 200 það sem af er ári – Leitar enn að hinni einu sönnu ást
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára skotinn til bana af lögreglunni í New York – Myndband ekki fyrir viðkvæma

13 ára skotinn til bana af lögreglunni í New York – Myndband ekki fyrir viðkvæma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur bendir á nokkur atriði sem sýna að um „Ástarbréfasvindl“ sé að ræða

Sérfræðingur bendir á nokkur atriði sem sýna að um „Ástarbréfasvindl“ sé að ræða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnufræðingar sáu ofurmassamikið svarthol vakna til lífsins

Stjörnufræðingar sáu ofurmassamikið svarthol vakna til lífsins