fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fókus

Yngri kynslóðin segir að þessi flík sé dottin úr tísku – Þúsaldarkynslóðin ekki sammála

Fókus
Laugardaginn 29. júní 2024 09:00

Eru dagar magabolanna taldir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að halda í við síbreytilega tískustrauma. Z kynslóðin hefur verið dugleg að segja til um hvað sé málið í dag og hvað ekki.

Sjá einnig: Ef þú gengur ennþá um með þetta í vasanum þá ertu miðaldra

Nýjustu fréttir geta reynst þúsaldarkynslóðinni erfiðar, en samkvæmt hinni nítján ára gömlu fyrirsætu, Söruh Coomer, þá eru magabolir ekki lengur töff.

Það mætti segja að yfirlýsing Söruh hafi skipt netverjum í fylkingar. Æstir meðlimir þúsaldakynslóðarinnar sögðu magaboli og magapeysur enn í tísku, en yngra fólk tók undir með henni.

It’s been speculated the rise in YT2K fashion trends has sparked the demise of tops that flaunt the midriff. Picture: Instagram/@sarahcoome
Sarah segist sjálf eiga helling af magabolum og nú sé hún í vandræðum.

„Mér finnst magabolir vera að detta úr tísku,“ sagði Sarah.

„Þeir voru mjög lengi í tísku, voru algjör klassík og nánast í öllum fataskápum. En núna er nýtt trend að koma sterkt inn, þetta „old money“ útlit og magabolir passa ekki þar inn í.“

Z kynslóðin hefur verið með tísku ríka og fína fólksins á heilanum og hefur til dæmis fatastíll Sofia Richie verið lofaður hástert.

Sofia Richie's Style Is the Epitome of 'Old Money' - Business Insider

Sarah sagðist eiga endalaust af magabolum og -peysum og bað netverja um ráð hvað hún ætti að kaupa í staðinn. Hún fékk því miður lítið af ráðum en tískuunnendur tókust á um hvort magabolurinn lifir áfram eða ekki.

En munum, þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir þetta engu máli. Fólk á að klæðast því sem það vill, óháð yfirlýsingum ungu kynslóðarinnar eða núverandi tískustraumum. Tískan fer hvort sem er alltaf í hringi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum
Fókus
Í gær

Klúðraði atvinnuviðtalinu á fyrstu fimm mínútunum – Þetta gerði hann vitlaust

Klúðraði atvinnuviðtalinu á fyrstu fimm mínútunum – Þetta gerði hann vitlaust
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Jean lifði óheilbrigðum lífsstíl – „Skildi svo ekkert í því hvað ég var slappur þegar ég vaknaði daginn eftir“

Helgi Jean lifði óheilbrigðum lífsstíl – „Skildi svo ekkert í því hvað ég var slappur þegar ég vaknaði daginn eftir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún var lengi á götunni með börnin sín – „Ég vissi oft ekki hvar ég myndi leggja þau niður á kvöldin“

Sigrún var lengi á götunni með börnin sín – „Ég vissi oft ekki hvar ég myndi leggja þau niður á kvöldin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn Hjörtur var orðinn 199 kg þegar hann breytti lífi sínu – „Það er fólk að deyja úr offitu hér á landi“

Sveinn Hjörtur var orðinn 199 kg þegar hann breytti lífi sínu – „Það er fólk að deyja úr offitu hér á landi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“