fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Frægur tónlistarmaður látinn – Átti eitt vinsælasta lag ársins 2001

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 11:10

Shifty er hér til vinstri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shifty Shellshock, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Crazy Town gaf út nokkur vinsæl lög á sínum tíma en ekkert lag náði álíka vinsældum og lagið Butterfly árið 2001. Var lagið eitt það vinsælasta í Bandaríkjunum og Bretlandi það árið.

Shifty, sem hét réttu nafni Seth Binzer, lést í gær en ekki liggur fyrir hvað var honum að bana.

Shifty hafði glímt við fíkniefnadjöfulinn lengi vel og glímdi hann við heilsubrest af þeim sökum. Var hann til dæmis lagður inn á sjúkrahús árið 2012 þar sem hann honum var haldið sofandi. Shifty komst einnig nokkrum sinnum í kast við lögin vegna fíkniefnamisferlis en hann reyndi oft að verða edrú og gerði það fyrir opnum tjöldum.

Tók hann til dæmis þátt í raunveruleikaþáttunum Celebrity Rehab 1 og 2 og Sober House 1 og 2.

Shifty og Bret Mazur stofnuðu Crazy Town árið 1999 og naut hljómsveitin strax töluverðra vinsælda. Seldist fyrsta plata þeirra, sem kom út árið 2000, í einni og hálfri milljón eintaka. Hljómsveitin lagði upp laupana eftir að plata þeirra sem kom út árið 2002 floppaði.

Shifty lætur eftir sig tvö börn, synina Halo og Gage.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt