fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Eyjan

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“

Eyjan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins er ekki hátt skrifaður hjá Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi þingmanni, ef marka má skrif hans á Facebook.

Brynjar lætur gjarnan ýmislegt flakka í pistlum sínum og í gær lét hann Ingu Sæland og Flokk fólksins finna fyrir því.

„Tek eftir því að Flokkur fólksins er í einhverri undarlegustu montkeppni sem sést hefur um alllangt skeið. Þeir eiga ræðukónginn annað árið i röð en enginn man neitt hvað sá ágæti maður hefur sagt nema nokkrar dramatískar ræður um mikilvægi ÁTVR,“ segir Brynjar og vísar í fréttir þess efnis að Eyjólfur Ármannsson hafi verið ræðukóngur Alþingis á nýafstöðnum þingvetri.

„Þá er formaðurinn ræðudrottningin með því að halda alltaf sömu ræðuna, nánast á hverjum einasta þingfundi með dassi af svívirðingum um pólitíska andstæðinga sína, sem hlýtur að vera líka eitthvert met. Dramadrottning á betur við en ræðudrottning. Synd að önnur þjóðþing skuli ekki eiga svona skörunga,“ segir Brynjar kaldhæðinn.

Þá segir hann að þingmenn Flokks fólksins hafi lagt fram flestar tillögur og frumvörp sem þeir „gorta sig“ mikið af.

„Vill svo til að engar þeirra eru raunhæfar, sem er einnig met, og munu auka útgjöld ríkissjóðs um mörg hundruð milljarða á ári, sem þau virðast halda að hægt sé að fjármagna með hærri bankaskatti og veiðileyfagjöldum. Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Íslandsmet í sjálfshóli án atrennu

Svarthöfði skrifar: Íslandsmet í sjálfshóli án atrennu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegar sögur um Trump í nýrri bók – Átti erfitt með að muna að hann er ekki lengur forseti

Ótrúlegar sögur um Trump í nýrri bók – Átti erfitt með að muna að hann er ekki lengur forseti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið