fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fókus

Trekanturinn sem hann hafði dreymt um lengi breyttist í martröð

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig dreymdi alltaf um að fara í trekant, það var aðalfantasían mín. En nú er ég hræddur um að það hafi eyðilagt kynlífið hjá mér og kærustunni.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Hann er 28 ára og kærasta hans er 25 ára. Þau hafa verið saman í tvö ár. „Ég hélt að sambandið okkar væri sérstakt,“ segir hann.

„Mig hafði alltaf dreymt um að fara í trekant. Ég minntist á það við kærustu mína fyrir einhverju síðan en hún virtist ekki hafa neinn áhuga.

Síðan, alveg upp úr þurru, minntist hún á þetta og sagðist vera til í að prófa. Ég var smá hissa en aðallega mjög spenntur.

Eftir að hafa leitað að þriðja aðilanum í nokkrar vikur á stefnumótaforritum þá fundum við konu sem okkur leist báðum vel á og skipulögðum stefnumót með henni.

Við fórum saman á barinn, fengum okkur nokkra drykki og enduðum heima.

Allt gerðist frekar hratt og varð mjög ástríðufullt. Ég var að njóta mín þar til ég sá hversu mikil nánd var á milli kærustunnar minnar og hinnar konunnar. Mér fannst ég út undan og ég ákvað að yfirgefa herbergið. Þegar ég fór aftur inn nokkrum mínútum síðar voru þær enn að stunda kynlíf. Þær stoppuðu ekki einu sinni í smá stund til að athuga hvort það væri í lagi með mig.

Síðan þá hef ég átt erfitt með að vinna úr þessari reynslu og ég hef verið mjög afbrýðisamur.

Það versta er að kærastan mín virðist hafa misst allan áhuga á kynlífi með mér. Ég elska hana svo mikið en ég er ekki viss um að ég komist yfir þetta.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það hljómar kannski skemmtilega og spennandi að fara í trekant en það er sjaldnast raunveruleikinn. Þú ert alltaf að taka áhættu þegar þú býður auka aðila í sambandið.

Það eru alltaf líkur á að einum aðila þykir hann skilinn út undan og að það hafi skaðleg áhrif á sambandið.

Það er skiljanlegt að þú sért sár og afbrýðisamur eftir að hafa séð kærustuna þína með einhverjum öðrum.

Hún hefur líklegast tekið eftir þessari spennu og er að forðast kynlíf vegna þessa. Ef þú elskar hana þá skaltu ekki gefast strax upp, heldur talaðu við hana. Vonandi munu hreinskilin samskipti hjálpa ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Yngri kynslóðin segir að þessi flík sé dottin úr tísku – Þúsaldarkynslóðin ekki sammála

Yngri kynslóðin segir að þessi flík sé dottin úr tísku – Þúsaldarkynslóðin ekki sammála
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsstellingin sem latar konur elska

Kynlífsstellingin sem latar konur elska
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt útlit Lisu Rinnu vekur athygli – Líkt við Albert Einstein og eiginmanninn

Nýtt útlit Lisu Rinnu vekur athygli – Líkt við Albert Einstein og eiginmanninn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tvíburasystir Aaron Carter vissi að hann myndi deyja fyrir aldur fram – „Ég held að hann hafi einnig vitað það“

Tvíburasystir Aaron Carter vissi að hann myndi deyja fyrir aldur fram – „Ég held að hann hafi einnig vitað það“