fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Leigusali frá helvíti dæmdur í fangelsi

Pressan
Mánudaginn 24. júní 2024 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederick Allard, 73 ára leigusali í Wiltshire á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ljót brot.

Allard þessi átti nokkuð reisulegt sex herbergja hús og leigði hann herbergin aðeins út til kvenna, helst ungra kvenna. Hann fór fram á kynferðislega greiða gegn því að leigja þeim herbergin og í að minnsta kosti eitt skiptið braut hann kynferðislega gegn 19 ára stúlku sem sýndi áhuga á að leigja herbergi.

Daily Mail afhjúpaði Allard árið 2021 þegar blaðakona þóttist vera að leita að herbergi til að leigja. Var blaðakonan búin upptökubúnaði og mátti til dæmis heyra þegar Allard bauð henni ríflegan afslátt af leigunni gegn kynferðislegum greiðum.

Í annað skipti fór hann fram á að kvenkyns leigjandi veitti honum munnmök gegn því að fá að halda herberginu.

Þá kom fyrir dóminn ung kona sem þurfti að yfirgefa heimili sitt árið 2019, þegar hún var tvítug. Hún sendi Allard skilaboð í gegnum leigumiðlunarvefinn Spareroom og bauð hann henni í heimsókn til að skoða aðstæður. Sagði hann við að hana að hann „ætlaðist til þess að fá ýmislegt í skiptum“ fyrir að leigja herbergið. Fát kom á ungu konuna sem yfirgaf húsið í flýti.

Í frétt Daily Mail í dag kemur fram að við leit í tölvum Allards hafi fundist stórt og mikið klámmyndasafn, þar á meðal efni sem á að sýna leigusala misnota neyð ungra kvenna.

Dómarinn í málinu var ómyrkur í máli og sagði að Allard hafi reynt að notfæra sér neyð ungra kvenna sem voru í leit að þaki yfir höfuðið. Sagði dómari að stúlkan sem hann braut gegn glími enn við afleiðingarnar.

Allard verður í fangelsi næstu 32 mánuðina og verður á lista yfir dæmda kynferðisbrotamenn næstu tíu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga