fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Óska eftir þolendum kynferðisofbeldis vegna nýrrar rannsóknar – Dómsalur í sýndarveruleika

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 10:29

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir þátttakendum í rannsókn á notkun dómsals í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Tilgangur rannsóknarinnar er skoða og meta mögulegt úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og meta hvort sýndarveruleiki gagnist við að minnka vanlíðan og kvíða sem þolendur kynferðisofbeldis geta haft gagnvart því að fara í raunverulegan dómsal, eins og segir á vef skólans. 

Sýndarveruleika umhverfi hefur verið þróað sem byggir á dómsal við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þolendum kynferðisofbeldis verður boðið að prófa og viðbrögð þeirra metin með spurningalistum, viðtali og líffræðilegum mælingum. Þátttaka í rannsókninni felur í sér þrjá þætti, að mæta í tvö skipti í Háskólann í Reykjavík við Menntaveg 1, 102 Reykjavík, og svara spurningalistum í gegnum tölvupóst í eitt skipti. 

Leitað er að þátttakendum sem eru 18 ára eða eldri, hafa verið beittir kynferðisofbeldi einhvern tíma á ævinni, og hafa ekki farið í dómsal vegna kynferðisbrots gegn þeim.   

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Rannveig S. Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR).

Nánari upplýsingar um rannsóknina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“