fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Táningurinn á Tenerife ófundinn: Sást mögulega með tveimur sjúskuðum mönnum – Dularfull notkun á Instagram-reikningi hans

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júní 2024 20:00

Jay Slater.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski táningurinn Jay Slater, sem er aðeins 19 ára, er enn ófundinn en hann hvarf á paradísareyjunni Tenerife í byrjun vikunnar.  Jay ferðaðist til Tenerife til að vera viðstaddur NRG-tónlistarhátíðina ásamt vinum sínum. Að morgni mánudags sást síðast til hans en þá ætlaði hann að halda fótgangandi til gististaðar síns í Los Christianos en virtist ekki gera sér grein fyrir því að þangað var langur gangur eða um 10 klukkustundir.

Hingað til hefur verið talið að síðasta skipti sem einhver sá til Jay hafi verið kl.8.15 að morgni mámnudags en þá á hann að hafa rölt um þorpið Masca á norðurhluta eyjunnar. Ophelia Medina Hernandez, er sú sem sá Jay síðast, og í samtali við breska miðla segir hún að hvarf Jay veki furðu. „Fólk týnist ekki hérna“ segir hún.

Í samtali við Daily Mail segir móðir Jay, Debbie – sem mætt er til Tenerife að leita að syni sínum ásamt fjölda ástvina hans, að sést hafi til ungs drengs, sem svipar til Jay, um tíu klukkustundum síðar á mánudaginn. Sá hafi setið á bekk ásamt tveimur mönnum í tötralegum klæðum. Segir hún lögreglu vera að rannsaka ábendinguna og hverjir mennirnir séu. Segist hún vera viss um að sonur sinn sé enn á lífi og telur að honum hafi verið rænt.

Síðan að Jay hvarf hefur í nokkur skipti orðið vart við að einhver loggi sig inn á Instagram-reikning hans. Í umfjöllun Daily Mail er fullyrt að þar sé ekki Jay sjálfur á ferð né ættingjar hans. Mögulega sé um tölvuþrjót að ræða sem að njóti þess að pína ástvini Jay, sem hafa sum hver orðið fyrir því að brotist hafi verið inn á samfélagsmiðla þeirra og falsupplýsingum dreift.

Málið er allt hið dularfyllsta en leitin að Jay stendur áfram yfir á eyjunni fögru. Beinist athygli lögreglu meðal annars að Teno-þjóðgarðinum sem er afskekkt svæði sem er erfitt yfirferðar. Er sú kenning meðal annars á lofti að þangað hafi Jay villst og örmagnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt