fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Eyjan

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Eyjan
Laugardaginn 22. júní 2024 13:02

Kolbrún Bergþórsdóttir segir mótmælendur ganga of langt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins og fyrrum ritstjóri DV, lætur mótmælendur heyra það í vikulegum pistli sínum í Morgunblaðinu í dag. Segir hún heift þessa fámenna hóps lítil takmörk sett, þau gangi  fram með ófriði og telur hún að venjulegir borgarar séu komnir með upp í kok af yfirganginum.

Segir Kolbrún að nýjasta dæmið sé af 17. júní hátíðarhöldum í miðbæ Reykjavíkur en þar hafi Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra haldið ræðu. Þangað hafi fámenni og háværi hópurinn, sem sé með Bjarna í sigti sínu, mætt og látið öllum illum látum. Meðal annars var flugeldur sprengur, bílflautur þeyttar, blásið í flautur, baulað, hrópað og kallað.

Erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskrandi

„Mót­mæl­end­ur hljóta að átta sig á því að þeir voru ekki full­trú­ar þjóðar­inn­ar á Aust­ur­velli 17. júní á 80 ára af­mæl­is­hátíð lýðveld­is­ins. Þeir voru viðstödd­um til mik­ils ama og leiðinda. En sjálfsagt stend­ur mót­mæl­end­um hjart­an­lega á sama. Boðskap­ur­inn skipt­ir þá öllu máli. Mót­mæl­end­ur vilja, eins og all­ir aðrir, frið á Gasa og til að koma þeim skila­boðum á fram­færi stunda þeir svo mik­inn ófrið að al­menn­ing­ur er orðinn upp­gef­inn á þeim. Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi og tel­ur aðrar skoðanir en sín­ar eig­in rang­ar og hættu­leg­ar. Þá fer boðskap­ur­inn fyr­ir ofan garð og neðan hjá fólki. Það sér bara van­stillt­an hóp vera að öskra og forðar sér,“ skrifar Kolbrún.

Þá segir hún það ömurlega staðreynd að forsætisráðherrann búi ekki við öryggi og þurfi á öryggisgæslu að halda.

Grindverkin ekki sett upp að tilefnislausu

„Það er þessu fólki að kenna, því sama fólki sem er stöðugt að tala um al­heims­frið en fer fram með ófriði. Það er eng­an veg­inn æski­legt að for­sæt­is­ráðherra í litlu landi sem vill kenna sig við frið þurfi öfl­uga ör­ygg­is­gæslu. Samt er það staðan,“ skrifar Kolbrún.

Þá gagnrýnir hún Pírata fyrir þá staðreynd að amast við öryggisgrindverkum á hátíðarhöldunum og ýja að því að það væri að frumkvæði yfirvalda. Segir hún Pírata sífellt verða skrýtnari stjórnmálaflokk.

„Eng­um lík­ar að grind­verk hafi verið sett upp til að halda al­menn­ingi frá Aust­ur­velli en það var ekki sett þar upp af til­efn­is­lausu. Grind­verkið er ekki þarna vegna fólsku lög­regl­unn­ar eða vegna þess að henni sé annt um að skapa hér lög­reglu­ríki. Það er þarna af illri nauðsyn.“

Ofstækið liggur annars staðar en hjá Bjarna

Segir Kolbrún það grafalvarlegt mál að ítrekað sé veist að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og ætla megi að öryggi annarra ráðamanna sé einnig ógnað.

„Ofsi, reiði og of­stæki skapa hættu í hverju sam­fé­lagi. Skrýtið að reiðu mót­mæl­end­urn­ir skuli ekki koma auga á þessa eig­in­leika í eig­in fari. Senni­lega eru þeir alltof reiðir til að geta stundað sjálf­skoðun. Það er veru­legt áhyggju­efni að heift­in í sam­fé­lag­inu sé svo mik­ill að for­sæt­is­ráðherra lands­ins stafi hætta af. Ein­kenni­legt er þegar látið er eins og þar sé Bjarni Bene­dikts­son vand­inn og gefið í skyn að hann hafi hrein­lega kallað þetta yfir sig. Of­stækið ligg­ur ekki hjá hon­um, það er ann­ars staðar,“ skrifar Kolbrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgar sig að vinna í þágu borgarbúa: Launahæsti borgarfulltrúinn með 1.920.430 kr. – Þá er stjórnarseta ótalin

Borgar sig að vinna í þágu borgarbúa: Launahæsti borgarfulltrúinn með 1.920.430 kr. – Þá er stjórnarseta ótalin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar