fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Gosútsýnisíbúð Gurríar til sölu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2024 17:30

Gurrí og kötturinn hennar Keli Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Haraldsdóttir, Gurrí eins og hún er best þekkt, blaðamaður og prófarkalesari hefur sett íbúð sína að Jaðarsbraut á Akranesi á sölu. 

„OPIÐ HÚS sunnudaginn, 23. júní nk. kl. 16-16.30! Jaðarsbraut 41, Akranesi, efsta bjalla. Fótboltinn hefst ekki fyrr en kl. 19 svo það sleppur. Almennilegt kaffi á könnunni. Sniðugt fyrir utanbæjarfólk að kíkja í Guðlaugu og sundlaugina (á hlaðinu) í leiðinni, ísbúðirnar, vitana og antíkskúrinn, svo fátt eitt sé nefnt. Veðurspáin segir: milt veður, suðvestanátt, skýjað … sjórinn samt alltaf fallegur,“ segir Gurrí á Facebook.

Íbúðin er 99,3 fm á fjórðu (efstu) hæð í húsi byggðu árið 1955.

Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu með útgengi á litlar svalir í austur (með útsýni í átt að fótboltavellinum og Esjunni), einnig stórar svalir í suður með útsýni til sjávar, tvö svefnherbergi baðherbergi þar sem er hleri að geymslulofti. Möguleiki er á því að gera aukaherbergi í stofu. Eldvarnarhurð er inn í íbúðina. 

Gurrí keypti íbúðina árið 2006 og tók hana alla í gegn árið 2020. „Hún er orðin æðisleg núna. Ég fékk innanhússhönnuð til að teikna upp breytingarnar sem var afskaplega góð hugmynd, sparaði mér fé og kom ábyggilega í veg fyrir ýmis mistök. Í leiðinni notaði ég líka tækifærið og losaði mig við helminginn af dótinu mínu. Hver þarf þrjá eggjaskera, átta sængurverasett, milljón bækur? Lífið er svo miklu léttara og auðveldara með minna magn af dóti í kringum sig, afskaplega fljótlegt að taka til og halda öllu hreinu,“ sagði í viðtali við Lifðu núna í fyrra. 

„Ég horfði á eldgosið á Reykjanesskaga í gegnum sjónvarpið og sá það stundum úr gluggunum heima en íbúðin var sérvalin á sínum tíma vegna útsýnisins. Útsýnið úr risíbúð minni sem ég kalla Himnaríki á blogginu, er einstakt, óhindrað sjávarútsýni – stundum brim sem er líka eitt af áhugamálum mínum, ásamt lestri auðvitað og tónlist.“

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“