fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Pútín varar Suður Kóreu við

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 12:12

Pútín segist vera stoltur af her sínum. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín hefur varað Suður Kóreu við því að senda vopn til Úkraínu. Verði slíkt gert sé um meiriháttar mistök að ræða. BBC greinir frá.

Á dögunum gerðu Rússland og Norður Kórea tvíhliða varnarsamning. Samkomulaginu var ekki fagnað í Suður Kóreu, sem á enn í dag í köldu stríði við nágranna sína fyrir Norðan. Suður Kórea segist nú íhuga að senda Úkraínu vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn innrás Rússa.

Pútín sagði við blaðamenn að ef Suður Kórea láti að þessu verða þá sé um stór mistök að ræða og muni stjórnvöld í Rússlandi í kjölfarið taka ákvarðanir sem verði óvinsælar hjá leiðtogum Suður Kóreu.

„Þeir sem skaffa þessi vopn telja sig ekki vera í stríði við okkur. Ég sagði, meðal annars í Pyongyang [höfuðborg Norður Kóreu], að við áskiljum okkur réttinn til að senda vopn til annarra heimshorna,“ sagði

Embætti forsetans í Suður Kóreu gaf út í dag að nokkrar sviðsmyndir séu til skoðunar, þar á meðan að senda vopn til Úkraínu. Niðurstaðan um hvaða leið verði farin fer eftir því hvernig Rússland nálgast málið. Embættið mótmælir varnarsamningnum og hvetur sendiherra Rússlands til að beita sér fyrir því að Rússland slíti samstarfi við Norður Kóreu undir eins.

Suður Kórea hefur hingað til stutt við Úkraínu með því að senda mannúðaraðstoð og hernaðargögn. Þó hafa engin hættuleg vopn verið send til þessa þar sem landið hefur þá opinberu stefnu að vopna ekki lönd sem standa í stríði.

Vísbendingar eru um að Rússar hafi nú þegar fengið vopnasendingu frá Norður Kóreu og notað í átökunum í Úkraínu.

Suður Kórea er ekki eina ríkið sem hefur áhyggjur af þessu vinsambandi Rússlands og Norður Kóreu. Japan segist hafa miklar áhyggjur af því að Pútín hafi ekki útilokað samstarf við Norður Kóreu um háþróuð hernaðargögn. Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Japan, Yoshimasa Hayashi segir varnarsamkomulagið óásættanlegt.

Greiningaraðilar sem BBC ráðfærði sig við benda á að þessi varnarsamningur sé þýðingarmikill fyrir heiminn eins og hann leggur sig og geti haft mikla afleiðingar. Nú geti Norður Kórea vopna Rússlands fyrir opnum tjöldum og eins er möguleiki að Rússlands blandi sér inn í átökin í Kóreu. Spennan milli Norður og Suður Kóreu er mikil þessa daganna. Í gær fóru hermenn frá Norður Kóreu í skamma stund yfir landamærin en hörfuðu þegar viðvörunarskotum var skotið frá Suður Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga