fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Hjónabandið hangir á bláþræði eftir að hún fann myndbönd í símanum hans

Fókus
Sunnudaginn 23. júní 2024 10:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Traust skiptir gríðarlegu máli í sambandi og fyrir marga er framhjáhald það versta sem þú getur gert til að brjóta þetta traust.

Kona, sem kemur fram nafnlaus, leitar ráða eftir að hafa komið upp um svik eiginmanns síns. Þau hafa verið gift í áratug.

Þetta byrjaði allt þegar hún fór út úr bænum í nokkra daga til að hitta vinkonur sínar. Innsæið var að segja henni að það væri ekki allt með felldu heima fyrir, að eiginmaður hennar væri að gera eitthvað að sér.

Konan gat ekki hætt að hugsa um þetta og ákvað að gera eitthvað í málinu. Það mætti segja að hún hafi breyst í rannsóknarlögreglumann en hún fór yfir símareikninga þeirra og tók eftir ýmislegu.

„Ég tók eftir því að hann hringdi mörg stutt símtöl í alls konar númer og bæði fékk sendar myndir og myndbönd og sendi myndir og myndbönd í þessi númer. Ég leitaði að þessum símanúmerum á netinu og komst að því að þau tengjast vændisþjónustu,“ segir hún í pistli á Reddit.

Er þetta framhjáhald?

Konan segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem eiginmaður hennar svíkur hana. Hann gerði það sama fyrir tveimur árum og þó hún sagðist hafa ákveðið að fyrirgefa honum – aðallega barnanna vegna – þá hafi hún aldrei gleymt þessu.

„Ég er miður mín og ég hef ekki sagt neitt við hann því hvernig lendir maður í þessu aftur? Ég hef gefið í skyn að ég viti eitthvað en hef ekki sagt hvað ég veit,“ segir hún.

„Ég vil ekki vera með honum en tilhugsunin að byrja aftur á byrjunarreit er ógnvekjandi. Ætli ég sé ekki að leita ráða eða biðja um stuðning, eða um reynslusögur frá fólki sem hefur lent í svipuðu.“

Konan sagðist einnig vera að velta því fyrir sér hvort þetta teldist vera framhjáhald þar sem hann hitti ekki vændiskonurnar heldur sendi þeim myndefni og fékk myndefni frá þeim.

„Hann reyndi að eyða sönnunargögnunum úr símanum sínum en ég var búin að taka skjáskot af öllu saman. Tilhugsunin að fara frá honum er erfið því fjölskylda okkar mun splundrast, en ég veit að ég verðskulda meira. Öll ráð vel þegin.“

Traustið brotið

Flestir þeirra sem gáfu konunni ráð hvöttu hana til að fara frá manninum. „Þú ert fyrirmynd fyrir börnin þín og sýnir þeim að það er í lagi að yfirgefa óheilbrigt samband,“ sagði einn netverji.

„Það er greinilegt að þú sért mjög sár og átt erfitt með að meðtaka svik hans. En ef símareikningarnir sýna samskipti við vændiskonu þá braut hann traust þitt, þó þau hafi ekki hist í persónu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt