Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir deilir skemmtilegu myndbandi á TikTok, sem sýnir hverdagslíf margra fjölskyldna, þvottafjallið óyfirstíganlega.
„Það sem þarf að þvo vs það sem kærastinn minn setti í vél.“ Má sjá hrúgu af þvotti á baðherbergisgólfinu, meðan tvær flíkur og sokkapar eru komnar á þvottagrindina.
„…og rústaði óhreinataus-skipulaginu. Heppinn að hann er almennt frábær,“ segir Stefanía með broskalli, en myndbandið hefur fengið yfir 10 þúsund áhorf.
@stefaniasvavars…og rústaði óhreinataus-skipulaginu 😚 Heppinn að hann er almennt frábær♬ september on crack ft. a recorder (Earth, Wind & Fire – September) – frickin weeb
Mögulega hefur kærastinn, Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson, verið upptekinn við allt annað en þvottavélina því í dag gaf hann út plötu sem hefur verið í pípunum síðan 2018 að hans sögn.
„Ég er að springa úr stolti yfir þessu og vona innilega að þið njótið jafnvel og ég.
En auðvitað stóð ég ekki einn að þessu og eiga eftirfarandi aðilar allar mínar hjartans þakkir fyrir þeirra vinnu. Þau gerðu gott svo miklu betra:
Borgþór Jónsson fyrir bassaleik.
Helgi Reynir Jónsson fyrir gítarleik.
Ingimundur Guðmundsson fyrir hammond.
Stefanía Svavarsdóttir fyrir bakraddir.
Skúli Gíslason og Hrafnkell Örn Guðjónsson fyrir trommur.
Og síðast en ekki síst Þórður Gunnar Þorvaldsson fyrir upptökustjórn, hljóðblöndun, masteringu og þrotlaust pepp.“