Enskir fjölmiðlar vekja athygli á því að Lauryn Goodman, hjákona Kyle Walker hafi gert sér ferð á leik Englands og Danmerkur á EM í dag.
Þar var einnig Annie Kilner eiginkona Walker sem hefur fyrirgefið honum hliðarsporin.
WAlker á tvö börn með Goodman en hann og Kilner hafa í 15 ár verið í ástarsambandi og eiga fjögur börn saman.
Kilner er mætt með börnin fjögur á mótið og nú er Goodman mætt á svæðið til að leyfa eldri syni þeirra að horfa á pabba sinn.
Goodman hefur kvartað undan því að Walker sé ekki að hugsa um börnin sem hann á með henni.