fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 15:57

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp fyrir tveimur mönnum, Degi Þór Hjartarsyni og Baldri Elmari Haukssyni, í Héraðssdómi Reykjaness í dag, fyrir mörg brot, sum þeirra framin í sameiningu.

Dagur Þór var ákærður fyrir samtals 12 brot, þjónaði, nytjastuld og umferðarlagabrot, en alvarlegasta brotið er rán í versluninni Nettó í Lágmúla. Laugardaginn 25. júni fór hann þangað inn og veittist með ofbeldi að starsfmanni. Sló hann manninn í andlitið með hnúajárni með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut eymsli á enni og hægra gagnauga. Einnig hafði Dagur Þór á brott með sér 35 þúsund krónur úr sjóðsvél verslunarinnar.

Meðal ákæruliða gegn Baldri Elmari Haukssyni er fyrir rán, með því að hafa fimmtudaginn 16. febrúar, félagi við þekktan aðila, í anddyri Landsbankans að Hamraborg 8 í Kópavogi, veist að manni, ógnað honum með hnífi og í kjölfarið hrifsað 10.000 krónur af honum og haft á brott með sér.

Þeir Dagur Þór og Baldur Elmar voru einnig ákærðir fyrir að hafa ráðist saman að manni í anddyri Arion banka og slegið hann í höfuð og sparkað í fætur hans með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut mar á hægra gagnauga, hné og sköflung, og eymsli við hægri öxl. Hrifsuðu þeir af manninum 30.000 krónur og stálu einnig af honum rafskútu.

Þeir Dagur Þór og Baldur Elmar játuðu báðir brot sín fyrir dómi og var það virt til refsilækkunar. Engu að síður fékk Dagur Þór tveggja ára fangelsi og Baldur Elmar 10 mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“