fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Lögreglustjóri hefur ákært Möggu Frikka fyrir ærumeiðingar gegn Barböru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 14:30

Margrét Friðriksdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Margréti Friðriksdóttur fyrir ærumeiðingar, ærumeiðandi aðdróttanir og fyrir að hafa haft í frammi ærumeiðandi aðdróttanir gegn betri vitund gagnvart Barböru Björnsdóttur, héraðsdómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ákæran varðar mál sem var í fréttum snemma árs 2023. Í kjölfar sektardóms sem Barbara kvað upp yfir Margréti fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar birti Margrét ummæli um Barböru á Facebook-síðu sinni sem lögreglustjóri segir að hafi verið „til þess fallin að meiða æru hennar og drótta nokkru sem var til þess fallið að verða virðingu hennar til hnekkis.“ Þess má geta að Landsréttur sneri við dómi Barböru og sýknaði Margréti af ákæru um hótanir í garð Semu.

Þrenn ummæli eru tilgreind í ákærunni. Í þeim fyrstu er vísað í slúðursögu um ástarlíf Barböru. Kallar Margrét Barböru þar „lausláta mellu“ og viðhefur um hana fleiri ókvæðisorð.

Önnur ummælin eru eftirfarandi: „Dómarinn tekur ekki mark á vitnum og falsar vitnisburði sem komu skýrt fram í dómsal. Fyrir mér er þetta glæpsamleg hegðun og þarna er augljóslega verið að misnota dómsvaldið til að hefna sín á borgurum, ég skulda þessari lauslátu konu ekki neitt…“

Þriðju ummælin eru eftirfarandi: „Þarna er augljóslega verið að misnota ríkisvaldið dómskerfið, en þess má geta að fv. rannsóknarlögreglumaður hafði samband við mig fyrir 2 vikum síðan tl að tilkynna mér að ég myndi tapa málinu og Barbara dómari væri með í því plotti, nú hefur það komið á daginn…[…] ég skulda þessu siðblinda hyski sem hagræðir dómum eftir beiðni, ekki neitt.“

Segir málið fært vegna vanhæfis dómara

Í ákæru segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu höfði sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í samtali við DV segir Margrét hins vegar að málið verði fært til Héraðsdóms Reykjaness vegna vanhæfis dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem stafar af tengslum þeirra við brotaþolann, Barböru.

Barbara kærði Margréti í lok mars 2023 til lögreglu vegna Facebook-færslnanna. Hún hefur hins vegar ekki stefnt Margréti í einkamáli. Sú leið er langalgengust í meiðyrðamálum, í almennum hegningarlögum eru engu að síður mörg ákvæði sem lúta að ærumeiðingum og er hámarksrefsing tveggja ára fangelsi.

Þingfesting í málinu verður 1. júlí næstkomandi. Má búast við að aðalmeðferð verði í september eða síðar í haust.

Að sögn Margrétar hefur Barbara krafist lokaðs þinghalds en Margrét og lögmaður hennar hafa hafnað því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör