fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Svandís segir marga ekki átta sig á möguleikanum á ókeypis láni mánaðarlega

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2024 11:30

Svandís Edda Hólm Jónudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað,“

segir Svandís Edda Hólm Jónudóttir vörustjóri korta Arion banka  í grein á Vísi. 

Segir Svandís að líta megi á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Hún bendir hins vegar á að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina.

Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort

Svandís tekur tvö dæmi um kosti þess að nota kreditkort: 

„Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr.“

„Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr.“

Ávinningurinn meiri með veltutengdri söfnun

Svandís segir að einstaklingarnir í dæmunum hér að ofan geti einnig tengt kreditkort sín einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim til dæmis punkta hjá flugfélagi. Þannig verði ávinningurinn meiri mánaðarlega.

Langflest kreditkort bera árgjald og ef heimasíða Arion banka er skoðuð má sjá að árgjaldið er frá 3.400 – 46.900 krónur.

Svandís segir að þó kortin beri árgjöld komi ýmis fríðindi á móti, svo sem ferðatryggingar „sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. 

Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur.“

Segir Svandís það sýna að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga.

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla