fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kom kærastanum fyrir kattarnef með aðstoð dóttur sinnar og vinar – 22 árum seinna fær hún loks að gjalda fyrir glæpinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2024 22:00

Beverly McCallum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis 8. maí 2002 ók bláberjabóndi í Michigan um á landi sínu þegar hann kom auga á sviðin tré og kulnaðar leifar manns í gömlu ferðakofforti.

Lögreglan safnaði sönnunargögnum á staðnum, reyndi að bera kennsl á líkið með tannlæknaskýrslum og fylgdi ótal vísbendingum, sem báru engan árangur. Tveimur árum síðar gerðu yfirvöld aðra tilraun til að upplýsa málið og var samskiptaprófessor fenginn til að gera heimildarmynd, sem heitir Jack in the Box, til að hjálpa til við að bera kennsl á líkamsleifarnar og leysa morðið. En málið hélt áfram að vera óupplýst, svokallað Cold Case.

Tölvupóstar áratug síðar

Áratug síðar var Robert Donker, rannsóknarlögreglumaður lögreglustjórans í Ottawa-sýslu, að ljúka vinnudeginum þegar hann fékk tvo tölvupósta.

Í þeim fyrri stóð: „Ég er með ör“ – ég held hún hafi meint „hrædd“ , og í þeim seinni stóð: „Ég hef upplýsingar um mál,“ rifjar Donker, sem nú er kominn á eftirlaun, upp. (Í fyrra tölvupóstinum stóð scarred, sem hann taldi eiga að vera scared).

Skilaboðin voru send af Dineane Ducharme, sem hafði séð heimildarmyndina og sagði Donker að hún teldi að líkamsleifarnar tilheyrðu Robert Caraballo, 37 ára, sem var kærasti móður hennar Beverly McCallum. Ducharme grunaði einnig að móðir hennar hefði myrt Caraballo.

Eftir að tannlæknagögn staðfestu að líkið væri af Caraballo, flugu rannsakendur til Texas til að ræða við Ducharme, sem var 21 árs þegar morðið var framið árið 2002.

„Í lok viðtalsins var okkur orðið ljóst að hún var einnig gerandi,“ segir Jim Maltby, fyrrverandi lögreglustjóri í Eaton-sýslu.

Það var hins vegar ekki fyrr en þremur árum síðar að rannsakendur eltu Chris McMillan vin Ducharme og komust að þeirri niðurstöðu að þau höfðu öll þrjú verið viðriðin morðið.

Chris McMillan, Beverly McCallum og Dineane Ducharme myrtu Carabello með köldu blóði.

Þrjú viðriðin morðið

Caraballo, dagblaðsberi og handlangari, losnaði úr fangelsi innan við ári áður en ráðist var á hann á heimili hans og McCallum í Charlotte, Michican þann 7. maí 2002. McCallum er sögð hafa ýtt kærasta sínum niður kjallarastigann, þvínæst barði hún og dóttir hennar Caraballo með hamri og settu þær síðan plastpoka yfir höfuð hans til að kæfa hann.

Eftir morðið óku þremenningarnir 145 km til Ottawa-sýslu, helltu bensíni yfir Caraballo og kveiktu í. Árið 2018, eftir að DNA Caraballo fannst á steyptum bletti á kjallaragólfinu á heimili hans og McCallum voru þremenningarnar McMillan, Ducharme og McCallum fyrir morðið.

„Þessi tölvupóstur var upphafið að falli þeirra allra,“ segir Doug Lloyd, saksóknari Eaton-sýslu. „Ef Ducharme hefði ekki sent þennan tölvupóst væri Carabello enn óþekkt lík í kirkjugarðinum.“

Árið 2019 gerði McMillan samkomulag við ákæruvaldið um 15 til 40 ára dóm gegn því að bera vitni gegn mæðgunum.

Árið 2021 var Ducharme dæmd fyrir morð af fyrstu gráðu og dæmd til lífstíðarfangelsis án möguleika á skilorði.

Sönnunargagn í málinu
Sönnunargagn í málinu

Handtökuskipun Interpol

Höfuðpaurinn í málinu, McCallum, hafði flutt til Pakistan með manni sem hún kynntist á netinu. „Ég tel að hún hafi verið að komast undan lögum,“ segir Lloyd. „Hún var með fimm eða sex önnur nöfn sem hún notaði og hún var farin út landi þegar hún komst að því að dóttir hennar væri að tala um morðið.“

Interpol gaf út handtökuskipun á hendur McCallym og árið 2020 var hún handtekin í Róm á Ítalíu eftir að hún og táningssonur hennar skráðu sig inn á hótel þar. Eftir meira en tveggja ára lagaflækjur var hún framseld til Michigan þar sem hún kom fyrir dóm 25. mars. 

Í réttarhöldunum sem stóðu yfir í sex daga fjallaði Lloyd um hugsanlegar ástæður McCallum fyrir að myrða Caraballo. Hann benti á að McCallum flutti til Jamaíka innan nokkurra vikna frá morðinu á Caraballo til að vera með manni sem hún giftist síðar og eignaðist son með.

„Að vera í kringum Robert dró úr lífsstíl hennar,“ sagði hann.

Í vitnastúkunni neitaði McCallum, sem er nú 63 ára, að hafa myrt Caraballo og sagði dóttur sína og McMillan bera alla sök á morðinu. Það tók kviðdóminn hins vegar innan við klukkutíma að finna hana seka þann 1. apríl.

„Ég sá enga iðrun hjá henni,“ segir Maltby. „Bara afneitun. Að henda öðru fólki svona undir rútuna. Þetta var bara leikaraskapur og það lélegur. Ég varð fyrir vonbrigðum með hana. Ég hélt að hún myndi skila aðeins betri frammistöðu en þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga