fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Vandamálin sem klámstjarnan glímir við í einkalífinu – „Ég hætti við stefnumótið og talaði aldrei aftur við hann“

Fókus
Miðvikudaginn 19. júní 2024 13:51

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska klámstjarnan Grace er 26 ára og þénar rúmlega ellefu milljónir á mánuði. Hún nýtur mikilla vinsælda á OnlyFans og á einnig þrjár fasteignir, að andvirði 280 milljónir króna. Hún er leigusali og fasteignamógull í uppsiglingu.

Þetta hefur því miður háð henni í leit að ástinni. Í samtali við News.com.au sagði Grace að karlmönnum stafi gjarnan ógn af háum tekjum hennar. En vandamálið er aðallega varðandi þá karlmenn sem ekki stafar ógn af ríkidæmi hennar, því þeir vilja að hún sé endalaust að splæsa á þá.

Grace sagði að karlmenn séu ekki enn vanir því að hitta konur sem njóta meiri velgengni en þeir. Hún sagði að hennar reynsla sé sú að karlmenn eigi það til að notfæra sér það.

„Sumum karlmönnum þykir þetta ógnandi á meðan aðrir fara alveg í hina áttina og elska að ég eigi pening,“ segir hún.

Vandamálið að vera með einhverjum sem elskar hversu mikinn pening þú átt, að sögn Grace, er að aðilinn byrjar að ætlast ýmislegs til af þér.

„Það klikkaðasta sem karlmaður hefur beðið mig um að kaupa er draumabílinn hans, sem kostaði um 28 milljónir krónur.“

Annar karlmaður stakk upp á því að hún myndi kaupa handa honum flugmiða í fyrsta farrými og borga alfarið fyrir ferðalag þeirra.

Skjáskot/Instagram

„Sykurmamma“

Grace kynntist karlmanni á Hinge og eftir smá tíma færðu þau spjallið yfir á Instagram. Hann sá þá að hún væri með OnlyFans og væri þá að öllum líkindum vel efnuð.

Hún sagði að stemningin hafi breyst samstundis. Þau voru ekki einu sinni búin að fara á stefnumót þegar hann bað hana um að kaupa handa sér gjafir.

„Hann byrjaði að senda mér skjáskot af fötum, rakspírum og jafnvel draumabílnum sínum,“ sagði hún.

Hann fór alveg yfir strikið þegar hann grínaðist með að hún gæti verið „sykurmamma“ hans eða „sugar mommy.“

„Ég hætti við stefnumótið og talaði aldrei aftur við hann,“ sagði hún.

„Googlaði“ hana í miðjum kvöldverði

Grace hefur því miður mörg dæmi um svona hegðun frá karlmönnum. Hún rifjaði upp stefnumót þar sem maðurinn „googlaði“ hana í miðjum kvöldverði.

„Um leið og hann sá Instagram-síðuna mína byrjaði hann að spyrja hvað ég þéna mikið. Hann spurði líka hvað ég hef sofið hjá mörgum karlmönnum og sagði að fyrst mér gengi svona vel þá ætti ég að borga fyrir kvöldverðinn,“ sagði Grace og bætti við að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það hafi ekki verið annað stefnumót.

Mynd/Instagram

Grace tók það skýrt fram að henni þyki það ekki tiltökumál að vera sá aðili í sambandinu sem þénar meira og borgar meira af reikningum og þess háttar. En hún vill að hann leggi sig fram.

„Hann þarf samt að taka fyrsta skrefið, skipuleggja og plana stefnumót, láta mér líða eins og ég sé prinsessa, þá gleymi ég að það sé ég sem er að borga brúsann,“ sagði hún.

Grace vill einfaldlega ekki karlmann sem býst alltaf við því að hún borgi reikninginn.

„Hættu að búast við því að ég borgi fyrir allt! Ég trúi á hefðbundin kynjahlutverk og að karlmenn gefi frá sér karllæga orku, þannig það besta sem þú getur gert, sama hversu mikið ég þéna, er að taka af skarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna