fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fókus

Þetta sagði Justin Timberlake við lögreglumanninn sem handtók hann

Fókus
Miðvikudaginn 19. júní 2024 10:46

Mynd: Lionel Hahn/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn í Hampton-hverfinu í New York í fyrrakvöld vegna gruns um ölvunarakstur. Timberlake hafði setið að sumbli með á hóteli í Sag Harbor og var að sögn heimildarmanna töluvert ölvaður.

Nýjar upplýsingar um handtökuna hafa komið fram, meðal annars hvað tónlistarmaðurinn á að hafa sagt við lögreglumanninn sem handtók hann.

Timberlake var að keyra gráa BMW bifreið þegar hann var stoppaður af lögreglu klukkan 00:17 þann 18. júní. Hann hafði virt stöðvunarskyldu að vettugi og átti erfitt með að halda sig á réttum vegarhelmingi samkvæmt dómskjölum.

Myndin sem lögregla birti af Timberlake eftir handtöku hans.

Lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann tók eftir því að augu Timberlake væru blóðhlaupin og að það væri sterk áfengislykt af honum. Það kom einnig fram í skýrslunni að söngvarinn hafi talað hægt og ætti erfitt með að halda athygli.

Eftir að hafa staðið sig illa í ölvunarprófi á vettvangi neitaði Timberlake að gangast undir blóðprufu eða blása í öndunarsýnamæli. Hann neitaði því aftur og var þá í kjölfarið handtekinn.

Timberlake á að hafa sagt við lögregluþjóninn: „Ég fékk mér einn martini og elti vini mína heim.“

Tónlistarmaðurinn var í kjölfarið handtekinn fyrir ölvunarakstur og dreginn fyrir dómara í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar