fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Rithöfundur hjólar í VG: „Virðast flokkur svikara og pólitískra afglapa“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svik VG eru ekki fólg­in í því að vera með „íhald­inu“ í rík­is­stjórn, held­ur er lubba­skap­ur­inn fólg­inn í því hvernig unnið hef­ur verið að viss­um málum,“ segir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún, fræðimaður og rithöfundur, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Töluvert hefur verið fjallað um vanda VG að undanförnu en flokkurinn mælist með innan við fimm prósenta fylgi og næði ekki einu sinni manni inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag.

Annað kom á daginn

Gunnar segir í grein sinni, sem ber yfirskriftina Vinstri-grænir virðast flokkur svikara og pólitískra afglapa, að margir hafi glaðst þegar flokkur VG var stofnaður á sínum tíma.

„Og sem til­trú á hon­um nokkru síðar vissi ég til að maður sem í ára­tugi hafði stutt Sjálf­stæðis­flokk­inn kaus þá í fyrstu kosn­ing­un­um eft­ir „hrun“ vegna þess að hann bjóst við að þeir gætu beitt sér fyr­ir rétt­lát­um breyt­ing­um á ís­lensku sam­fé­lagi.“

Gunnar segir að annað hafi komið á daginn og bendir til dæmis á að ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hafi framið „landráð og þjóðsvik“ með því að hefja viðræður um aðild að ESB. Tekur hann þó ekki af þeirri ríkisstjórn að hún vann afrek við að rétta okkur af eftir hrunið.

„Jafn­framt þessu var unnið að því inn­an VG að „grafa und­an“ bestu mönn­un­um og gera þá áhrifam­inni, mönn­um eins og Jóni Bjarna­syni, Ögmundi Jónas­syni og fleirum,“ segir hann og bætir við að svik VG séu ekki fólgin í að vera með „íhaldinu“ í ríkisstjórn heldur hvernig unnið var að vissum málum og nefnir hann sex atriði í því samhengi.

Farið hefur fé betra

Í fyrsta lagi nefnir hann að ekki hafi verið staðið rétt að málefnum landbúnaðarins, eins og það að flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir. Því næst nefnir hann þá staðreynd að erlendir einstaklingar fá að kaupa jarðir og lendur á Íslandi. Hann nefnir einnig hvalveiðarnar sem hafa verið bitbein undanfarin misseri.

„Ég þekki menn sem voru slík­ar óþverra­skepn­ur í Rangár­valla­sýslu að hafna mönn­um til áfram­hald­andi starfs og gerðu það með nán­ast eng­um fyr­ir­vara. Þetta sama gerði Svandís Svavars­dótt­ir með stöðvun hval­veiða í fyrra. Þar misstu marg­ir þær tekj­ur sem þeir höfðu reiknað með í fjár­hags­áætl­un síns heim­il­is­halds. Það er ekki alþýðus­innað fólk sem kem­ur svona fram gagn­vart launa­fólki. Hvað væri sagt ef ráðherra yrði rek­inn úr starfi með dags fyr­ir­vara og tryggt að hann yrði um leið launa­laus?“

Þá segir hann að forystumenn VG séu „glópar“ varðandi alþjóðamál og þannig hafi þeir sótt stríðsstefnu-samkundur og dansað þar með í stað þess að tala máli friðar. Loks nefnir hann sjókvíaeldi erlendra afla í íslenskum fjörðum sem getur leitt af sér eyðileggingu íslenska laxastofnsins.

„Ráðherra þeirra mála er svo grunn­vit­ur að láta starfs­menn viðkom­andi ráðuneyt­is segja sér að best sé að hafa samn­inga við þá ótíma­bundna, þ.e. þeir skuli gilda um alla framtíð. Hvers kon­ar fólk er þetta eig­in­lega sem hef­ur kom­ist inn á alþingi og í rík­is­stjórn? (Þó eru til af­bragðsmenn á þingi, sem ég er lít­il­lega málkunn­ug­ur.) VG er nú eins og sökkvandi skip og farið hef­ur fé betra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Í gær

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð