fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Eyjan

Vilhjálmur segir að nú reyni á þingmenn Norðvesturkjördæmis – „Það verður fylgst með því“

Eyjan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 10:00

Seinagangur Bjarkeyjar við að heimila hvalveiðar er tilefni vantrautstillögunnar. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tilefni tillögunnar er framganga hennar í hvalveiðimálinu en vegna þess hversu lengi það dróst að taka ákvörðun í málinu verður ekkert af hvalveiðum í sumar.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að nú reyni á þingmenn Norðvesturkjördæmis, hvort þeir standi með kjördæminu, með lögum og greiði atkvæði með vantrauststillögunni. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði að tæplega 200 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness verði af hátt í tveggja milljarða króna mánaðartekjum á meðan á vertíðinni stendur.

„Það verður vel fylgst með því af hálfu okkar Akurnesinga og nærsveitunga hvernig atkvæðagreiðslan mun fara fram, því það er alveg ljóst í mínum huga að svona vinnubrögð í stjórnsýslu eru eitthvað sem á ekki að geta fengið að líðast í íslensku samfélagi. Við eigum öll að fara eftir lögum og það var ekki gert í þessu máli,“ sagði Vilhjálmur.

Hann sagðist skilja vantrauststillöguna fullkomlega því þessi stjórnsýsluákvörðun ráðherrans, að draga ákvörðunina það lengi að vertíðin myndi eyðileggjast, séu algjörlega ólíðandi vinnubrögð og verði ráðherrann að taka ábyrgð á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Íslandsmet í sjálfshóli án atrennu

Svarthöfði skrifar: Íslandsmet í sjálfshóli án atrennu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegar sögur um Trump í nýrri bók – Átti erfitt með að muna að hann er ekki lengur forseti

Ótrúlegar sögur um Trump í nýrri bók – Átti erfitt með að muna að hann er ekki lengur forseti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan ánægð með árangurinn í þinglokasamningum

Stjórnarandstaðan ánægð með árangurinn í þinglokasamningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lítið lagðist fyrir kappana

Orðið á götunni: Lítið lagðist fyrir kappana