Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að nú reyni á þingmenn Norðvesturkjördæmis, hvort þeir standi með kjördæminu, með lögum og greiði atkvæði með vantrauststillögunni. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að tæplega 200 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness verði af hátt í tveggja milljarða króna mánaðartekjum á meðan á vertíðinni stendur.
„Það verður vel fylgst með því af hálfu okkar Akurnesinga og nærsveitunga hvernig atkvæðagreiðslan mun fara fram, því það er alveg ljóst í mínum huga að svona vinnubrögð í stjórnsýslu eru eitthvað sem á ekki að geta fengið að líðast í íslensku samfélagi. Við eigum öll að fara eftir lögum og það var ekki gert í þessu máli,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagðist skilja vantrauststillöguna fullkomlega því þessi stjórnsýsluákvörðun ráðherrans, að draga ákvörðunina það lengi að vertíðin myndi eyðileggjast, séu algjörlega ólíðandi vinnubrögð og verði ráðherrann að taka ábyrgð á þeim.