fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Sparnaðurinn sem hlaust af skertum opnunartíma sundlauga fór í launakostnað á skrifstofu borgarstjóra

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 20:49

Börn í Laugardalslaug. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á borgarstjórnarfundi fyrr í dag samþykkti meirihluti borgarstjórnar auknar fjárheimildir upp á 25 milljónir króna til skrifstofu borgarstjóra. Er fjármununum ætlað að mæta breytingum í starfsmannamálum skrifstofunnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Setur hún hækkunina í samhengi við afar óvinsæla aðgerð Reykjavíkurborgar sem sneri að því að stytta opnunartíma sundlauga um klukkustund um helgar. Í stað þess að loka kl.22 þá loka sundlaugarnar nú k.21.

Hildur Björnsdóttir. Skjáskot/Hringbraut.

„Það er áhugavert til þess að líta, að í ár nemur hagræðingin af þeirri aðgerð rúmum 26 milljónum króna. Það er alltaf nóg til þegar stækka á yfirbyggingu borgarinnar – en þegar kemur að því að skera niður er almennt fyrst ráðist að þjónustu við íbúana,“ segir Hildur í færslunni.

Varpar hún í kaldhæðni fram þeirri hugmynd að hætta við hækkun starfsmannakostnaðar á skrifstofu borgarstjóra og tryggja frekar óskerta þjónustu sundlauganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“