fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Leitað að ungum manni á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 14:00

Jay Slater.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á Tenerife að 19 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til síðan í gær. Maðurinn sem um ræðir heitir Jay Slater og er breskur ríkisborgari.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að Jay hafi verið staddur Rural de Teno-þjóðgarðinum á vesturhluta Tenerife þegar síðast spurðist til hans.

Vinkona hans, Lucy, heyrði í honum í gærmorgun en þá sagðist hann vera villtur, þurfa á vatni að halda og að síminn hans væri að verða rafmagnslaus. Sambandið slitnaði skömmu síðar og hefur ekkert spurst til Jay síðan þá.

Lucy og Jay voru stödd á Tenerife til að vera viðstödd NRG-tónlistarhátíðina og segir Lucy að Jay hafi farið heim með fólki sem hann kynntist á ferðalaginu. Hann hugðist svo ganga heim í gærmorgun en virðist ekki hafa áttað sig á því hversu löng og torfær leiðin var.

Leitarhópar hafa verið kallaðir út og þá er búið að lýsa eftir Jay á veggspjöldum á fjölförnum stöðum á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars