Víkingur dróst gegn írska liðinu Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Leikirnir fara fram 9./10. júlí og 16./17. júlí en nákvæmari dagsetningar verða klárar fljótlega.
Fyrri leikurinn fer fram í Víkinni en sá seinni á heimavelli Írlandsmeistaranna.
Breiðablik mætti sama liði í 1. umferð í fyrra og vann sigur.
Afar mikilvægt er fyrir Víking að vinna þetta einvígi. Með því tryggir liðið sér að minnsta kosti þrjú einvígi til viðbótar í Evrópukeppni þetta tímabilið.
Jæja! Næsta stopp 🇮🇪 og Shamrock Rovers. Fyrri leikurinn verður í Hamingjunni en dagsetning og tímasetning kemur í ljós síðar í vikunni. Við munum staðfesta þær upplýsingar um leið og við getum.
Verðum aftur í beinni á morgun þegar dregið verður í 2. umferð undankeppninnar pic.twitter.com/mQPOze0xCw
— Víkingur (@vikingurfc) June 18, 2024