fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Þverneita ásökunum um að forsetinn sé illa áttaður – „Þetta segir okkur allt sem við þurfum að vita um það hversu örvæntingarfullir Repúblikanar eru orðnir“

Pressan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti forseta Bandaríkjanna, Hvíta húsið, þvertekur fyrir ásakanir um að forsetinn, Joe Biden, hafi frosið á góðgerðarviðburði á dögunum. Embættið telur að um falsfrétt sé að ræða sem sé á vegum andstæðinga forsetans sem vilja sannfæra almenning í Bandaríkjunum um að forsetinn sé kominn með elliglöp.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Karine Jean-Pierre, sagði á blaðamannafundi í gær að líklega sé um svokallaða djúpfölsun að ræða, eða myndskeið sem hefur verið átt töluvert við.

„Þetta segir okkur allt sem við þurfum að vita um það hversu örvæntingarfullir Repúblikanar eru orðnir,“ sagði Jean-Pierre við blaðamenn og kallaði myndskeiði ódýra fölsun. Mörg myndskeið eru nú í dreifingu þar sem forsetinn virðist vera áttavilltur. Í einu virðist Biden ráfa burt frá öðrum leiðtogum á G7 fundi á Ítalíu. Myndskeiði var birt af miðlinum New York Post sem er með hægri slagsíðu. Þar hafði myndskeiðið verið klippt til svo ekki sást að forsetinn var ekkert að ráfa í burtu stefnulaust heldur var að ganga í átt að fallhlífastökkvara sem hann ætlaði að ræða við. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má þó sjá fallhlífarstökkvarann.

Annað myndband virðist sína hvernig forsetinn fraus á fögnuði í Hvíta húsinu. Jean-Pierre segir að í raun hafi forsetinn staðið kyrr að hlusta á tónlist. Vissulega hafi aðrir í kringum hann verið að dansa en það sé varla glæpur að kjósa að dansa ekki, hvað þá að það sé merki um heilsubrest.

„Þetta er furðulegur hlutur til að gera athugaverðan. Ef þið horfið á fólkið í kringum hann má sjá að þarna voru fleiri sem ekki dönsuðu.“

Nýjasta myndskeiðið virðist sýna forsetann frjósa fyrir framan áhorfendur á góðgerðasamkvæmi. Forsetinn virðist frjósa í um sjö sekúndur áður en fyrrum Bandaríkjaforseti, Barack Obama, leiðir hann af sviðinu. Þar hafi forsetinn aðeins verið að hlusta á fagnaðarlæti og varla sé það merki um slæma heilsu.

Svo virðist sem að hægri vængur stjórnmálanna í Bandaríkjunum standi fyrir þeim áróðri að Biden sé of gamall til að gegna embætti, en hann er 81 árs. Demókratar benda á móti á þá staðreynd að fulltrúi Repúblikana, Donald Trump, er aðeins þremur árum yngri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar