Guðmundur Árni ræðir þessa ákvörðun Þorbjargar í Morgunblaðinu í dag.
Þorbjörg gagnrýndi í færslu á Facebook-síðu sinni að Samfylkingin hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingamál þann 14. júní síðastliðinn.
Sjá einnig: „Samfylkingin má vera fegin að losna við þetta fólk“
„Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum – en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spurði hún meðal annars.
Guðmundur Árni segir að Samfylkingin hafi í gegnum sögu flokksins ávallt staðið fyrir mannréttindum og lýðræði á Íslandi og það hafi ekkert breyst.
„Varðandi afstöðu þingmanna flokksins til útlendingafrumvarpsins þá ber að geta þess að við lögðum fram breytingar við 2. umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi,“ segir Guðmundur Árni við Morgunblaðið og bendir á að í frumvarpinu hafi ýmis atriði verið til bóta fyrir hælisleitendur, til dæmis skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur.
Þegar málið hafi verið skoðað í heild hafi sú afstaða þingflokksins að sitja hjá orðið ofan í stað þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
„En kjarni málsins er að Samfylkingin tekur afstöðu til allra mála á þeim forsendum að við ætlum að iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta, því við erum að búa okkur undir það að taka við landsstjórninni,“ segir Guðmundur Árni.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.