fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Guðmundur Árni blæs á gagnrýni Þorbjargar – Eðlilegt að ósætti ríki um einstök mál

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ósætti um einstök málefni innan flokksins sé eðlilegt og blæs á gagnrýni Þorbjargar Þorvaldsdóttur, oddvita Garðabæjarlistans, sem tilkynnti um helgina að hún hefði sagt sig úr Samfylkingunni vegna stefnu flokksins í útlendingamálum.

Guðmundur Árni ræðir þessa ákvörðun Þorbjargar í Morgunblaðinu í dag.

Þorbjörg gagnrýndi í færslu á Facebook-síðu sinni að Samfylkingin hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingamál þann 14. júní síðastliðinn.

Sjá einnig: „Samfylkingin má vera fegin að losna við þetta fólk“

„Sam­fylk­ing­in er í stjórn­ar­and­stöðu, seg­ist draga línu í sand­inn þegar kem­ur að fjöl­skyldusam­ein­ing­um – en er samt ekki á rauðu við at­kvæðagreiðsluna? Hver er til­gang­ur­inn með því að standa ekki með jaðar­sett­asta fólk­inu á Íslandi?“ spurði hún meðal annars.

Guðmundur Árni segir að Samfylkingin hafi í gegnum sögu flokksins ávallt staðið fyrir mannréttindum og lýðræði á Íslandi og það hafi ekkert breyst.

„Varðandi af­stöðu þing­manna flokks­ins til út­lend­inga­frum­varps­ins þá ber að geta þess að við lögðum fram breyt­ing­ar við 2. umræðu, meðal ann­ars um fjöl­skyldusam­ein­ingu, sem meiri­hlut­inn felldi,“ segir Guðmundur Árni við Morgunblaðið og bendir á að í frumvarpinu hafi ýmis atriði verið til bóta fyrir hælisleitendur, til dæmis skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur.

Þegar málið hafi verið skoðað í heild hafi sú afstaða þingflokksins að sitja hjá orðið ofan í stað þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

„En kjarni máls­ins er að Sam­fylk­ing­in tek­ur af­stöðu til allra mála á þeim for­send­um að við ætl­um að iðka það sem við segj­um og ekki bara vera með upp­hróp­an­ir og and­stöðu ver­andi í minni­hluta, því við erum að búa okk­ur und­ir það að taka við lands­stjórn­inni,“ seg­ir Guðmund­ur Árni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm