fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Eigandi Hrím segir eldsvoðann í gær hafa verið mikið áfall – „Ég hreinlega skelf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. júní 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það varð töluvert tjón en það kemur betur í ljós á morgun varðandi fatnað, teppi, töskur, skinnkraga og fleira,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Hrím, sem er staðsett á fyrstu hæð Kringlunnar.

Töluvert vatnstjón varð í Kringlunni í gær vegna slökkvistarfs eftir að eldur kviknaði í þaki byggingarinnar. Slökkvilið náði að slökkva eldinn í gærkvöld en hann kviknaði á fjórða tímanum í gærdag. Óvíst er hvenær verslunarmiðstöðin verður opnuð aftur en eigendum verslana var hleypt inn snemma í gærkvöld til að huga að eignum sínum.

Tinna lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þetta áfall og segir klárt mál að Hrím verði opnuð aftur. En ástandið var mjög erfitt:

„Vörður kom mjög seint á staðinn. Sjóvá var hins vegar komið löngu fyrr og fulltrúar þeirra ráðlögðu mér þó að þetta sé ekki mitt tryggingafélag. Ef ég, mín fjölskylda og mitt starfsfólk hefðum ekki komið á svæðið á hárréttum tíma þá hefði tjónið orðið margfalt meira. Við þurftum að taka þetta í okkar hendur því hvorki slökkvilið né starfsfólk öryggisgæslunnnar var komið og enginn búinn að láta vita. Slökkviliðið var á annarri hæð og þau gátu ekki komist niður á fyrstu hæð fyrr en um kl. 22. Þá vorum við búin að vera sjálf að hamast í þrjá klukkutíma.“

Skelfileg lífsreynsla

„Ég hreinlega skelf, áfallið og áreynslan voru svo mikil,“ segir Tinna ennfremur en hugur hennar er hjá kollegum hennar í Kringlunni:

„Tjónið er gríðarlegt hjá okkar góðu nágrönnum líka. Ég vona að það gangi vel að koma öllu í stand og að við jöfnum okkur fallega á þessu áfalli. Því áfall er þetta.“

Tinna sendir baráttukveðjur til kollega sinna í Kringlunni á þessum erfiða tíma:

„Ég óska öllum í Kringlunni góðs gengis við að koma sínum rekstri aftur í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar