fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Bílastæði við verslunarmiðstöð vekja glimrandi lukku út af einni einfaldri ástæðu

Pressan
Mánudaginn 17. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastæði við verslunarmiðstöð í Ástralíu hafa vakið mikla athygli og hlotið lof á netinu þar. Eru þau talin veita ökumönnum aukið „sjálfstraust“

Þeir sem hafa heimsótt verslunarmiðstöðvar og lagt bíl þar hafa allir upplifað bílstjórann sem kann ekki að leggja á milli línanna, maður þarf að passa hurðina vel til að bomba henni ekki í næsta bíl og jafnvel leggja af nokkur kíló til að ná að smokra sér út úr bílnum. 

Bílastæðin við Glebe Hill verslunarmiðstöðina í Tasmaníu eru mun rýmri en mörg önnur þar sem það er ekki ein hvít lína sem skilur stæðin í sundur heldur rétthyrndur kassi með hvítum línum.

Glöggir átta sig á að rýmið er meira á milli bíla, sem þýðir að stæðin verða vissulega færri á bílaplaninu, en á móti kemur að maður getur athafnað sig betur inn og út úr bílnum og lítil hætta á að maður rispi næstu bíla.

„Öll bílastæði ættu að nota þessa aðferð fyrir merkingar.  (Það) veitir þér sjálfstraust þegar þú leggur hér að það er frekar ólíklegt að þú fáir rispu á bílinn þinn meðan þú verslar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tryggir ekki algjörlega að tjón verði ekki, en líkurnar eru töluvert minni,“ sagði ánægður viðskiptavinur sem deildi þessum myndum á netið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar