fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Gunnar segir læknisvottorð misnotuð – „Kerfisbundin og samantekin ráð starfsmanna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 19:00

Gunnar Ármannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ármannsson, lögmaður og framkvæmdastjóri VHE, lýsir kerfisbundinni misnotkun starfsmanna iðnfyrirtækis á veikindarétti. Þetta kemur fram aðsendri grein á Vísir.is.

Undanfarið hefur Kristján Berg fisksali verið miðpunkturinn í harðvítugri umræðu um meinta misnotkun launþega á læknisvottorðum. Segir hann starfsmenn iðka þann sið að afla sér vottorðs um veikindi sem ná yfir uppsagnarfrest ef þeir segja upp eða þeim er sagt upp. Dæmi sem Gunnar tiltekur í grein sinni styður fullyrðingar Kristjáns:

„Fyrir nokkrum misserum kom upp sú staða hjá fyrirtækinu að nánast undantekningarlaust ef það sagði upp erlendum starfsmanni, eða hann sagði sjálfur upp, þá kom læknisvottorð sama dag eða daginn eftir þar sem fram kom að viðkomandi starfsmaður væri óvinnufær vegna veikinda. Ýmist var um að ræða eitt vottorð sem kvað á um óvinnufærni út uppsagnarfrest, eða nýtt eða ný vottorð tóku við af hinu eldra þar til uppsagnarfrestur var liðinn. Þetta átti sér stað jafnt hjá starfsmönnum sem áttu stuttan starfsaldur hjá fyrirtækinu og þeim sem áttu langan starfsaldur og sem hafði nánast aldrei orðið misdægurt fram að þessum tímamótum – uppsögn ráðningarsamnings.

Var það mat stjórnenda fyrirtækisins að hér væri um að ræða kerfisbundin og samantekin ráð starfsmanna, sem í raun leiddi til gróflegrar misnotkunar á réttindakerfinu. Slík misnotkun er ekki einvörðungu alvarleg gagnvart vinnuveitendum, heldur grefur jafnframt undan trúverðugleika þessa mikilvæga úrræðis launþega. Að auki setur háttsemi sem þessi útgefendur læknisvottorða í neikvætt ljós því þeir geta ekki endilega spyrnt við fótum þegar starfsmenn fullyrða að þeir séu haldnir einhverjum krankleika.

Hátterni sem þetta er til þess fallið að auka stífni og tortryggni og sem getur torveldað eðlileg samskipti milli launþega og launagreiðenda. Að auki veldur þessi háttsemi oft og tíðum núningi og átökum á milli vinnuveitenda og stéttarfélaga. Þessi framkoma fárra getur bitnað á fjöldanum þar sem aukin hætta verður á grunsemdum um að verið sé að misnota þennan mikilsverða rétt. Rétt sem nú þegar kostar samfélagið mikið fjármagn, hvort sem það kemur úr vasa launagreiðenda eða neytenda/launþega sjálfra.“

Í grein sinni fer Gunnar nokkuð ítarlega yfir sögu veikindaréttar á vinnumarkaði. Hann varpar upp þeirri spurningu hvort það eigi að láta þetta ástand viðgangast, eða bregðast við. Hann hefur skilning á því að heilbrigðiskerfinu sé vandi á höndum hvað þessi mál varðar enda sé það yfirhlaðið verkefnum. Hann bendir hins vegar á að vinnuveitandi hafi ekki aðra aðferð til að fara fram á að launþegi sanni óvinnufærni sína en læknisvottorð.

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“