fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur tekst það sem engum öðrum hefur tekist – einstakur stjórnmálamaður

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþekkt er að litlu máli skiptir hve viljinn er góður, ævinlega er erfitt að gera öllum til hæfis. Þetta þekkja foreldrar barna á öllum aldri mætavel. nú, og að sjálfsögðu stjórnmálamenn líka.

Stjórnmálamenn rembast einmitt oft eins og rjúpan við staurinn að gera öllum til hæfis en engum sögum fer af vel heppnaðri tilraun í þá veru, hvorki fyrr né síðar. Raunar er það nánast regla að allar ákvarðanir stjórnmálamanna falla í misgóðan jarðveg.

Orðið á götunni er að í vikunni hafi matvælaráðherra tekist það sem engum öðrum hefur nokkru sinni tekist. Með einni lítilli ákvörðun tókst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur að sameina allt pólitíska litrófið, allt frá forpokuðum íhaldskurfum í Sjálfstæðisflokknum til róttækustu umhverfissinna sem fyrirfinnast í VG. Meira að segja heimspressan og umhverfissinnar úti í heimi skipa sér í sama flokk.

Allir sem einn eru nefnilega brjálaðir út í matvælaráðherra. Verður það að teljast nokkurt afrek af hálfu ráðherra og satt best að segja virðist óhætt að fullyrða að það þarf meira en meðalmanneskju til að sameina með þessum hætti fólk úr öllum áttum.

Vitaskuld er fólk brjálað á mismunandi forsendum en orðið á götunni er að ekki megi gera lítið úr þessum sameiningarkrafti matvælaráðherra og þeirri fórnfýsi sem þar liggur að baki.

Það mun hafa legið fyrir um nokkra hríð að einu gilti hvaða ákvörðun ráðherrann tilkynnti í vikunni varðandi veiðarnar, fyrir löngu væri orðið ljóst að ekki yrði mögulegt að veiða hval í sumar vegna þess að enginn tími væri til að undirbúa veiðarnar. Þessu til viðbótar þykir enginn fyrirsjáanleiki felast í því að fá einungis leyfi til eins árs og því nokkuð ljóst Hvalur hf. sé í vonlausri stöðu þegar kemur að veiðitímabilinu í sumar.

Orðið á götunni er að það hafi verið einstaklega óeigingjarnt af ráðherra að banna ekki einfaldlega veiðarnar. Með því hefði Bjarkey Olsen getað höfðað til kjarnafylgis VG og ekki veitir af því, nú þegar flokkurinn mælist með 3,3 prósent í skoðanakönnunum og virðist líklegur til að falla af þingi í næstu þingkosningum.

Orðið á götunni er með ákvörðun sinni í vikunni hafi Bjarkey Olsen í raun bannað hvalveiðar í sumar án þess að gera það formlega. Þetta þykir stórmannlegt af henni þar sem hún hefði vísast getað aukið fylgi VG með því að banna veiðarnar formlega. Sjálfstæðismenn hefði orðið brjálaðir hver sem ákvörðunin hefði orðið en hugsanlega hefði bann getað dregið einhverja kjósendur aftur til VG. Bjarkey stóðst hins vegar freistinguna að nýta þetta tækifæri til pólitísks ávinnings.

Orðið á götunni er að stjórnmálamenn á borð við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur séu sjaldséðari en hvítir hrafnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?