fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúrulaugar landsins eru orðnar fjölmargar og heilla bæði landsmenn og erlenda ferðamenn. Framboðið hefur aukist verulega síðustu ár og ná laugarnar nær hringinn í kringum landið. 

Það er þó alls ekki ókeypis að heimsækja laugarnar og tókum við saman hvað kostar fyrir einstakling að heimsækja þær og einnig hvað að kostar fyrir fjögurra manna fjölskyldu, það er tvo fullorðna og tvö börn undir tólf ára aldri. 

Fontana ódýrust fyrir einstaklinginn og Jarðböðin Mývatni fyrir fjölskylduna – Bláa lónið dýrast í báðum tilvikum

Verðmunurinn er sláándi og sýnir að það er alls ekki ódýrt að skella sér í heimsókn, sérstaklega ef maður er vísitölufjölskylda. Þar sem frítt er fyrir börn undir ákveðnum aldri var verð reiknað miðað við að annað barnið fengi frítt og hitt greiddi, en börnin eru bæði yngri en 12 ára í þessari könnun.

Ódýrast er að heimsækja Laugarvatn Fontana eða 5.490 kr. fyrir fullorðinn. Langdýrast er að heimsækja Bláa lónið eða 14.490 kr. fyrir fullorðinn og er þá miðað við ódýrasta aðganginn sem lækkar síðan um 2.000 kr. ef bókað er eftir kl. 20.

Hvað fjölskylduna varðar er ódýrast að heimsækja Jarðböðin við Mývatn eða 13.800 kr. Dýrast er að heimsækja Bláa lónið eða 28.980 kr.

Bláa lónið
Mynd: bluelagoon.com

Bláa lónið – Grindavík

Við byrjum á Bláa lóninu sem er það næsta þeim sem lendir á Keflavíkurflugvelli. Bláa lónið er elsta baðlón landsins og hóf rekstur sinn árið 1987, það er einn af vinsælustu áfangastöðum landsins og er í tíunda sæti lista Tripadvisor yfir „Things To Do In Iceland“ eða hluti sem þú verður að upplifa á landinu. 

Fjórir pakkar eru í boði:
Comfort: Innifalið aðgangur í lónið, einn kísilmaski, handklæði og drykkur að eigin vali.
Verð fyrir einstakling er 14.490 kr. (12.990 kr. frá kl. 20).
Verð fyrir fjölskylduna er 28.980 kr. (25.980 kr. frá kl. 20)(börn 2-13 ára fá frítt, en þurfa að deila skáp með fullorðnum og sloppar og drykkar fylgja ekki barnaaðgangi).

Premium: Innifalið aðgangur í lónið, þrír maskar, handklæði, baðsloppur, tveir drykkir að eigin vali og húðvörur til að taka með heim að andvirði 11.000 kr.
Verð fyrir einstakling er 17.490 kr. (15.990 kr. frá kl. 20).
Verð fyrir fjölskylduna er 34.980 kr. (31.980 kr. frá kl. 20)(börn 2-13 ára fá frítt, en þurfa að deila skáp með fullorðnum og sloppar og drykkar fylgja ekki barnaaðgangi).

Signature: Innifalið aðgangur í lónið, þrír maskar, handklæði, baðsloppur, og tveir drykkir að eigin vali.
Verð fyrir einstakling er 20.990 kr. (19.490 kr. frá kl. 20).
Verð fyrir fjölskylduna er 41.980 kr. (38.980 kr. frá kl. 20)(börn 2-13 ára fá frítt, en þurfa að deila skáp með fullorðnum og sloppar og drykkar fylgja ekki barnaaðgangi).

Retreat Spa: Innifalið aðgangur í lónið og Retreat lóninu, þrír maskar, handklæði, baðsloppur, einkaklefi sem rúmar tvo gesti og fimm klukkustunda upplifun í Retreat Spa. Aldurstakmark er 12 ára, og börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Verð fyrir einstakling er ýmist 79.000 kr., 89.000 kr. eða 99.000 kr. eftir því hvenær dagsins er bókað, dýrasta verðið er algengast. Athugið verðið er fyrir klefann sem rúmar tvo einstaklinga, þannig að ef tveir færu saman væri verðið 39.500 kr., 44.500 kr. og 49.500 kr.  mann.

Sky lagoon
Mynd: skylagoon.com

Sky Lagoon – Kópavogi

Sky Lagoon opnaði árið 2021 á Kársnesinu í Kópavogi þar sem lónið er smekklega hannað inn í náttúrulegt umhverfið. Lónið er í sextánda sæti lista Tripadvisor yfir „Things To Do In Iceland“ eða hluti sem þú verður að upplifa á landinu. 

Fjölskyldan með börnin yngri en 12 ára getur ekki heimsótt Sky Lagoon þar sem börnum yngri en 12 ára er ekki heimill aðgangur. Börn 12-14 ára verða að vera í fylgd með forráðamanni. 

Þrír pakkar eru í boði og fylgja handklæði með þeim öllum.
Pure Lite: Innifalið aðgangur í lónið, handklæði og Sky Lagoon hárvörur.
Verð fyrir einstakling er 12.990 kr. (10.990 kr. frá kl. 20.30).

Pure: Innifalið aðgangur í lónið, handklæði, Sky Lagoon hárvörur og eitt ferðalag í gegnum sjö skrefa ritual.
Verð fyrir einstakling er 14.990 kr. (10.990 kr. frá kl. 20.30).

Sky: Innifalið aðgangur í lónið, handklæði, Sky Lagoon hár- og húðvörur, eitt ferðalag í gegnum sjö skrefa ritual og einkaklefi með sturtu.
Verð fyrir einstakling er 18.990 kr. (16.990 kr. frá kl. 20.30).

Hvammsvík
Mynd: hvammsvik.com

Sjóböðin – Hvammsvík

Sjóböðin í Hvammsvík samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Rekaviður er áberandi í hönnun staðarins.
Fjölskyldan með börnin yngri en 12 ára getur ekki heimsótt Hvammsvík þar sem börnum yngri en 10 ára er ekki heimill aðgangur. Börn yngri en 18 ára verða að vera í fylgd með forráðamanni. 

Þrír pakkar eru í boði:
Natural: Innifalið aðgangur í lónið, öryggishólf og Hvammsvík húðvörur.
Verð fyrir einstakling er 8.900 kr.

Classic: Innifalið aðgangur í lónið, öryggishólf, Hvammsvík húðvörur og einkaklefi.
Verð fyrir einstakling er 10.900 kr.

Comfort: Innifalið aðgangur í lónið, öryggishólf, Hvammsvík húðvörur, einkaklefi, einkasturtur, handklæði, vaðskór og einn drykkur.
Verð fyrir einstakling er 13.800 kr.

Giljaböðin
Mynd: husafell.is

Giljaböðin – Húsafell

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Mikil áhersla var lögð á það í allri hönnun og skipulagi að böðin féllu eins vel að náttúrunni og arfleifð staðarins og mögulegt væri, með umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Hægt er að velja milli tveggja jarðhitalauga með mismunandi hitastigi, (30–41°C) , en úr þeim er fallegt útsýni yfir gilið sem býr yfir fallegum jarðmyndunum.

Innifalið: aðgangur í böðin, handklæði, akstur til og frá Húsafelli og íslensku- og enskumælandi leiðsögumaður. 

Verð fyrir einstakling er 9.900 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 24.090 kr. (börn 0-10 ára fá frítt, og ungmenni 11-15 ára greiða 4.290 kr.)

Krauma
Mynd: krauma.is

Krauma – Reykholt

Krauma eru náttúrulaugar við Deildartungukver, vatnsmesta hver í Evrópu. Laugarnar eru sjö talsins, sex heitar og ein köld. 

Innifalið: Aðgangur í laugina.
Verð fyrir einstakling er 6.800 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 14.500 kr. (börn 0-12 ára greiða 450 kr.)

Skógarböðin
Mynd: forestlagoon.is

Skógarböðin – Akureyri

Skógarböðin eru staðsett í Vaðlaheiði gegnt Akureyri.  Skógarböðin eru náttúrulaugar sem njóta sín vel inn í þéttvöxnum skóginum með útsýni yfir Eyjafjörðinn. Einnig er hægt að baða sig í kaldri laug og fara í þurrsána.  

Innifalið: aðgangur í lónið.
Verð fyrir einstakling er 6.900 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 17.250 kr. (börn 0-5 ára fá frítt, en þurfa að deila skáp með fullorðnum og fá ekki aðgang eftir kl. 19)(börn 6-15 ára greiða 3.450 kr.)(eldri borgarar og öryrkjar greiða 5.250 kr.)

Jarðböðin Mývatni
Mynd: myvatnnaturebaths.is

Jarðböðin – Mývatn

Í jarðböðunum er boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott.

Innifalið: aðgangur í lónið.
Verð fyrir einstakling er 6.900 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 13.800 kr. (börn 0-12 ára fá frítt)(ungmenni 13-15 ára greiða 3.390 kr.)(eldri borgarar, öryrkjar og nemar greiða 4.560 kr.)

Geosea
Mynd: geosea.is

Geosea – Húsavík

Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó sem inniheldur einstaka samsetningu endurnærandi steinefna fyrir húðina. Sjóböðin bjóða upp á einstakt útsýni yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn handan við sjóndeildarhring.

Innifalið: aðgangur í lónið.
Verð fyrir einstakling er 6.490 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 16.270 kr. (börn 0-5 ára fá frítt)(ungmenni 6-16 ára greiða 3.290 kr.)(eldri borgarar, öryrkjar og nemar greiða 4.390 kr.)

Vök
Mynd: vokbaths.is

Vök – Egilsstaðir

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn fimm kílómetrum frá Egilsstöðum. Fyrir þá sem það vilja og treysta sér til er einnig hægt að taka nokkur sundtök í ísköldu Urriðavatni.

Innifalið: aðgangur í lónið og drykkur að eigin vali.
Verð fyrir einstakling er 6.990 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 17.370 kr. (börn 0-5 ára fá frítt)(ungmenni 6-15 ára greiða 3.390 kr.)(eldri borgarar og öryrkjar greiða 4.990 kr.)

Fontana
Mynd: fontana.is

Fontana – Laugarvatn

Laugarvatn Fontana er einstök heilsulind staðsett á miðjum Gullna hringnum. Orka jarðhitans dekrar við þig í laugunum, gufunum og á ylströndinni. 

Innifalið: aðgangur í lónið, sjampó, hárnæring og sturtusápur ásamt andlitskremum, eyrnapinnum og bómul.
Verð fyrir einstakling er 5.490 kr.
Verð fyrir fjölskylduna er 14.470 kr. (börn 0-9 ára fá frítt)(ungmenni 10-16 ára greiða 3.490 kr.)(eldri borgarar, öryrkjar og nemar greiða 4.490 kr.)

Verð var tekið af heimasíðum náttúrulauganna og miðað við verðið í dag, laugardaginn 15. júní.
Ekki var skoðað hvort einhver afsláttur sé í boði ef bókað er með löngum fyrirvara eða sem hópur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“