fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 17:30

Ross William Wild treður upp með félögum sínum í Spandau Ballet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski söngvarinn Ross William Wild hefur verið ákærður fyrir fjölmörg kynferðisbrot og standa réttarhöld yfir honum á Bretlandseyjum. Wild, sem er 36 ára gamall og heitir réttu nafni Ross Davidsson, hefur helst unnið það sér til frægðar að vera ráðinn sem söngvari eitís-hljómsveitarinnar heimsfrægu Spandau Ballet árið 2018  eftir að upprunalegi söngvari hennar, Tony Hadley, hætti endanlega í sveitinni.

Wild hafði getið sér gott orð í söngleikjum á West End, meðal annars í Queen-söngleiknum We will rock you, og landaði hlutverkinu eftir langt og strangt úrtökuferli. Ellefu mánuðum síðar var hins vegar tilkynnt að Wild væri hættur sem söngvari sveitarinnar.

Í áðurnefndum réttarhöldum yfir Wild hefur komið fram að hann er sakaður um að hafa brotið á fimm konum, þar af nauðgað þremur þeirra, yfir tíu ára tímabili frá árinu 2013 til 2023. Hann hafi verið orðinn hálfgert kyntákn vegna hlutverka sinna á West End og nýtt sér aðstöðu sína til að brjóta á fjölmörgum konum.

Tók brot sín yfirleitt upp á myndband

Fyrsta nauðgunin er sögð hafa átt sér stað árið 2013 en nauðgunina tók Wild upp á myndband. Eftir að hafa lokið sér af á hann að hafa spurt niðurbrotna konuna að því af hverju hún liti út eins og henni hafi verið nauðgað.

Þá hafi hann haft sérstakt blæti fyrir því að brjóta á sofandi konum en ein ákæran snýr að því að önnur kona hafi vaknað upp við að Wild var að káfa á brjóstum hennar og var með myndbandsupptökuvélina á lofti.

Þriðja konan hafði svipaða sögu að segja. Hún hafi stundað kynlíf með Wild af fúsum og frjálsum vilja en hafi síðar komist að því að Wild tók munnmök þeirra upp á myndband án samþykkis. Þá hafi hann einnig nauðgað henni við annað tækifæri.

Wild neitar staðfastlega sök í öllum ákæruliðum. Snýst málsvörn hans í grófum dráttum um það að kynlífið og allar gjörðir hans hafi verið með samþykki kvennanna og að um hlutverkaleik hafi verið að ræða þar sem hann fékk að upplifa kynóra sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki