fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Keyrði níu sinnum fullur og stefndi börnum í hættu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 10:02

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og þar að auki fyrir brot á barnaverndarlögum með því að stefna börnum í hættu í þrjú þeirra skipta sem hann framdi umferðarlagabrotin. Snerust umferðarlagabrotin um akstur undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.

Alls var maðurinn ákærður í þrettán ákæruliðum. Umferðarlagabrotin voru tólf og framin á tímabilinu 13. október 2022 til 11. desember 2023. Alls ók maðurinn bifreið níu sinnum undir áhrifum áfengis, fimm sinnum í Reykjavík, einu sinni í Borgarbyggð, einu sinni í Hafnarfirði, einu sinni í Mosfellsbæ og einu sinni á Akranesi. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa í öll níu skiptin ekið án ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur þeim. Maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa í þrjú önnur skipti ekið bifreið sviptur ökurétti, tvisar á Akranesi og einu sinni í Reykjavík.

Loks var maðurinn ákærður fyrir barnaverndarlagabrot með því að hafa í þrjú skiptanna sem hann ók undir áhrifum áfengis verið með börn í bílnum. Í tvö skiptanna voru þau tvö en í því þriðja var aðeins annað barnið í bílnum. Í ákæru var maðurinn sagður með þessu hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi gagnvart börnunum og misboðið þeim þannig að lífi þeirra og heilsu var hætta búin.

Játaði loks

Upphaflega þegar maðurinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, við þingfestingu málsins í mars síðastliðnum, játaði hann sök sína að hluta og neitaði sök að hluta. Við fyrirtöku í maí síðastliðnum játaði hann hins vegar brot sín skýlaust.

Maðurinn hafði árið 2021 verið sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og í mars 2023 gekkst hann undir lögreglustjórasátt og greiddi sekt fyrir að hafa ekið sviptur ökurétti.

Játning hans var metin honum til málsbóta en á móti var það metið honum til refsiauka að brot hans voru ítrekuð og að vínandi í blóði hans þótti með meira móti í sex tilfellum af þeim níu sem hann ók undir áhrifum áfengis.

Því þótti hæfilegt að dæma manninn í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig sviptur ökurétti ævilangt og bifreið í hans eigu og var gerð upptæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu