fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin mesta woke-stjórn sögunnar – ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í þriðja sæti

Eyjan
Miðvikudaginn 12. júní 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsókn er eins og barn hjóna í mjög slæmu hjónabandi. Barninu eru gefnir vasapeningar að vild og núna er búið að láta það fá lykilorðið að heimabanka fjölskyldunnar, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Hann segir erfiða tíma fram undan hjá ríkisstjórninni, sem sé greinilega kominn að endalokum síns samstarfs, ef ekki út yfir þau. Sigmundur Davíð er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hann segir það hafa vakið furðu að þrátt fyrir að mörg mjög stór stjórnarmál séu óafgreidd á þessu þingi hafa engin stór mál verið á dagskránni í þessari viku, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru þingslit á föstudaginn.

Hér er þátturinn i heild:

HB_EYJ108_NET_SDG.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ108_NET_SDG.mp4

Sigmundur segist telja, út frá viðbrögðum stjórnarsinna, að ríkisstjórnarflokkarnir líti á tap Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum, að þau úrslit séu nokkuð áfall fyrir ríkisstjórnina. Nú standi ríkisstjórnin eftir, búin að missa það eina sem hélt stjórninni saman.

Hann segist eiga von á því að Sjálfstæðisflokkurinn muni láta það yfir sig ganga Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir keppist við að vera vond við Sjálfstæðisflokkinn alla vega fram að því að kosinn verður nýr formaður VG á flokksþingi í haust.

Sigmundur Davíð segir að með ákvörðun sinni um að heimila hvalveiðar til eins árs þegar allt of seint sé orðið að hægt sé að bjarga vertíðinni hafi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, tekist að gera alla óánægða, líka kjarnafylgi Vinstri grænna.

Hann segist hafa átt von á því að Bjarkey myndi ekki heimila hvalveiðar til að höfða til kjarnafylgis VG en telur að hún hafi ekki lagt í það vegna þess að slík ákvörðun væri líkleg til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið og VG mættu ekki við því þegar fylgi flokksins er í 3,3 prósentum. Hann bendir á að hvalveiðarnar hafi verið það mál sem var næst því að sprengja ríkisstjórnina, áður en Svandís fór í veikindaleyfi.

Sigmundur segir að næsti vetur verði ríkisstjórninni mjög erfiður gefi hún ekki upp öndina fyrir þann tíma

„Þau eru búin núna að eyða svo miklum peningum, slá öll met í ríkisútgjöldum, að það verður að minnsta kosti vandræðalegt að ætla að fara í enn meiri kosningaútgjöld núna. Framsóknarmenn, þeim er alveg sama um það, en fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að metin verði enn og aftur slegin. Þessu samstarfi þessara flokka hefur tekist á sinni tíð að meira en tvöfalda ríkisútgjöld, þetta á ekki að vera hægt. Það hefur auðvitað ýtt líka verulega undir verðbólguna en jafnvel þótt þú lítir á rauntölur þá erum við komin með yfir 40 prósenta aukningu ríkisútgjalda hjá einni ríkisstjórn. Þetta er augljóslega Íslandsmet.“

Hann samsinnir því að þessar tölur segi okkur að ríkisstjórnin, sem Bjarni Benediktsson veitir nú forystu, sé vinstri stjórn. „Hún er það alveg tvímælalaust og meira að segja vinstri stjórn samkvæmt nýju mælikvörðunum – Woke-ismanum og rétttrúnaðinum og því öllu. Þetta er mesta woke-ríkisstjórn Íslandssögunnar. Ég gerði einhvern tímann greiningu á því og skrifaði um það grein. Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms nær bara þriðja sætinu þar, í öðru sæti var hin skammlífa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.“

Sigmundur Davíð segist óttast að hér geti orðið tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir næstu kosningar. Sjálfstæðismenn hafi sýnt það að þeim sé annarra um að komast í stjórn en þau málefni sem ríkisstjórn snýst um.

Hann segist hafa áhyggjur af því að ríkisfjármálin séu stjórnlaus hjá þessari ríkisstjórn og sama megi segja um útlendingamálin. Þá sé ekkert að gerast í orkumálunum.

Varðandi stjórnarmyndun eftir næstu þingkosningar segir Sigmundur Davíð að af hans hálfu sé ekki vandamál fyrir Miðflokkinn að vinna með Framsókn, Hann segist jafnvel telja að Framsókn hefði gott af því að fá aðstoð Miðflokksins til að standa við sumt af því sem Framsókn hefur lofað, en honum þótti flokkurinn selja sig ódýrt inn í núverandi stjórnarsamstarfs, t.d. hafi stefna flokksins um að byggja ætti nýja Landspítala annars staðar en við Hringbraut fokið út í veður og vind áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust.

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture