fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:41

Þorbjörg segir engin lög lengur afgreidd. Stjórnin komi sér ekki lengur saman um neitt. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvar virðing ríkisstjórnarflokkanna fyrir verkefni sínu sé. Fulltrúarnir séu eins og óhamingjusöm hjón sem séu að setja Íslandsmet í væli.

„Enginn hefur áhuga á rifrildi ríkisstjórnarinnar sem ómar um allt land sem aldrei fyrr. Það er offramboð af greinum og facebook-statusum þar sem stjórnarliðar kvarta undan samstarfinu,“ segir Þorbjörg í færslu á samfélagsmiðlum. „Mér hefur stundum fundist þessi ríkisstjórn vera eins og óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum og allt hverfið engist við að hlusta á þau.“

Segir hún að þetta ástand sé vissulega að einhverju leyti fyndið. Hún játi það að hafa brosað af þessu. Þetta sé einnig fínasta fóður fyrir þá sem sálgreini hið vonlausa hjónaband og reyni að svara hvor makinn hafi verið frekari. Það er hvort Katrín Jakobsdóttir hafi leitt hægristjórn eða að Bjarni Benediktsson sé nú forsætisráðherra vinstri stjórnar.

„Stærsti vandinn er samt ekki hvor merkimiðinn er réttari heldur að þessi stjórn ber enga virðingu fyrir verkefninu og er haldin algjöru verkstoli,“ segir Þorbjörg. Á síðustu dögum þingsins blasi það við að ríkisstjórnin geti ekki samið um hvaða málum eigi að ljúka. „Það hefur ekki lengur með hægri og vinstri að gera heldur eitthvert Íslandsmet í væli um hvað samstarfið sé ömurlegt. Hægri flokkurinn röflar í Mogganum og vinstri flokkurinn vælir á facebook. En vandamálið er að þingið er allt á hold. Engin lög eru lengur afgreidd,“ segir hún.

Á meðan bíði ýmis aðkallandi verkefni, svo sem há verðbólga, biðlistar í heilbrigðiskerfinu og léleg lestrarkunnátta barna.

„Það er eins og það gleymist að verkefnið var ekki að vinna rifrildið við ríkisstjórnarborðið heldur að vinna fyrir fólkið í landinu. Að leiða með verkum sínum – en ekki að drepa okkur öll með þessum leiðindum,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á