fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eliza rifjar upp fyrstu kynni þeirra Höllu – Stjórnarformaður með barn á brjósti

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum verið heppin að síðustu ár höfum við lagt áherslu á kynjajafnrétti, að auka sýnileika kvenna í opinberum störfum, þar á meðal í stjórnmálum og það hefur borgað sig. Við sjáum meðal annars á þingi að 47,5% þingmanna eru konur sem er hæsta hlutfall í heimi,“ seg­ir El­iza Reid for­setafrú Íslands í viðtali við kanadíska ríkissjónvarpið aðspurð um forsetakosningarnar í ár þar sem athygli vakti að þrjár konur fengu mestan fjölda atkvæða.

Aðspurð seg­ist Eliza fyrst hafa upp­götvað hvernig staða jafnréttismála er hérlendis þegar hún flutti til landsins fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þá sat hún fund í fyrirtækinu sem hún vann hjá með kven­kyns stjórn­ar­for­manni fyrirtækisins sem gaf nýfæddu barni sínu brjóst meðan á fundinum stöð. 

„Og það var enginn að spá í það, hún stjórnaði bara fundinum á meðan hún hugsaði um barnið og var með það í fanginu. Mér sem ungri konu á þrítugsaldri fannst þetta mjög merkilegt og eftirminnilegt. Og það áhuga­verða við þetta er að þetta er konan sem var kjör­in for­seti Íslands um síðustu helgi,“ seg­ir El­iza. Og Rosemary Barton blaðamaður CBC tekur undir að það sér stórmerkilegt.

Eliza segir þjóðir sem stuðla að kynjajafnrétti njóti meiri velgengni, þær séu friðsam­legri, ham­ingju­sam­ari og með hærri meðal­ald­ur. Hún segir mikilvægt að vera stöðugt með kynjagleraugum á sér. 

Mbl sagði fyrst frá.

Stolt af því að hafa notað rödd sína

„Ég er stolt af því að hafa verið sýni­leg og virk mann­eskja sem notaði rödd sína,“ seg­ir El­iza aðspurð um hverju hún er stoltust af þegar hún lítur yfir ár sín sem forsetafrú. „Og ég segi þetta í sam­hengi við að ég er inn­flytj­andi á Íslandi og lærði ís­lensku þegar ég var full­orðin sem þýðir að ég er með hreim og geri marg­ar vill­ur þegar ég tala.“ 

Eliza segist ekki lengur stressuð við að nota rödd sína til að ræða málefni sem hún telur mikilvæg. „Í byrj­un taldi ég mig aðeins hafa platform til að tala þar sem maðurinn minn hafði afrekað eitthvað og ég ætti ekki skilið að nota það,“ segir Eliza. Hún segir okkur fá fjölmörg tækifæri til að tjá okkur og það sé okkar að ákveða að nýta þau tækifæri eða sólunda þeim. 

„Við höfum öll áhrif á fólkið í kringum okkur, samfélag okkar, vinnustað, skóla. Okkur ber skylda til að nota rödd­ina okk­ar og reyna okkar til að ýta hlut­un­um í rétta átt.“ 

Aðspurð um hvort hún hafi áhuga á að bjóða sig fram í stjórnmálum segist Eliza elska stjórnmál. „En allavega ekki í augnablikinu, við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Ég þarf að fara yfir síðustu átta ár og hvað ég hef lært, sem hefur verið frábært ævintýri.“ 

Barton segir að þetta geri stjórnmálamaður, hann loki aldrei hurðinni á einhver tækifæri og hún ætli að fylgjast með Elizu og hafa samband seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði