fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ólympíuleikarnir í uppnámi vegna óvæntra þingkosninga – Óttast uppþot og ofbeldi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. júní 2024 21:00

Allt í einu er góða stemningin horfin. Mynd/París 2024

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntar kosningar í Frakklandi eru taldar geta haft mjög slæm áhrif á Ólympíuleikana, sem haldnir eru í París í sumar. Borgarstjóri Parísar er ósáttur við ákvörðun Frakklandsforseta um að boða til kosninga svo skömmu fyrir Ólympíuleikana.

Fréttasíðan News.com.au greinir frá þessu.

Eftir sögulegan sigur Frönsku þjóðfylkingarinnar í nýafstöðum Evrópuþingskosningum og afhroð Endurreisnarinnar, flokks Emmanuel Macron forseta, boðaði hann til þingkosninga með aðeins mánaðar fyrirvara, þremur árum á undan áætlun.

Fyrri umferð þingkosninganna fara fram þann 30. júní og seinni umferðin 7. júlí. Ólympíuleikarnir fara hins vegar fram í París dagana 26. júlí til 11. ágúst.

Búist var við mikilli samheldni þjóðarinnar á meðan á leikunum stendur og almennri góðri stemningu í landinu. Nú eru hins vegar áhyggjur um að samfélagsleg rask og ólga verði mikil og að áhrifanna gæti gætt ýmsum sviðum. Meðal annars hvað varðar öryggismál og samgöngur.

Ólíklegt er talið að niðurstöður kosninganna verði afgerandi og í ljósi aukinnar skautunar og sókn öfgaflokka er búist við róstusömum tímum bæði fyrir og eftir kosningarnar.

Borgarstjórinn í losti

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, var ósátt við ákvörðun Macron og sagðist eiga erfitt með að skilja af hverju hann þurfti að boða til kosninga aðeins nokkrum vikum fyrir leikana. Búist er við 2,1 milljón gestum á leikana.

„Eins og svo margir var ég í losti,“ sagði Hidalgo í gær. „Upplausn rétt fyrir leikana er gríðarlega ónotaleg.“

Anne Hidalgo er í losti. Mynd/Wikipedia

Ótti er um að ef það verður skipt um ríkisstjórn, eða að ekki verði hægt að mynda nýja ríkisstjórn þá verði lítil áhersla á öryggis og samgöngumál, sem eru stærstu málin á Ólympíuleikunum.

Ef Þjóðfylkingin vinnur stórsigur og kemst í ríkisstjórn gæti það valdið ólgu og jafn vel ofbeldisfullum uppþotum í landinu. Einnig gæti það varpað neikvæðu ljósi á Frakkland og París fyrir útlendinga sem vilja sækja leikana. Þá gæti sú almenna jákvæðni og samheldni, sem búist var fyrir leikana, horfið á svipstundu.

Þegar eru áhyggjur út af öryggi á setningarathöfninni. En hún verður framúrstefnuleg að þessu sinni, með opnum bátum sem sigla munu eftir ánni Signu.

Einnig hafa nokkur verkalýðsfélög hótað verkföllum á meðan leikunum stendur sem gæti truflað þá verulega.

Frakkar vanir að kjósa

Ekki eru hins vegar allir svona óttaslegnir yfir áhrifum kosninganna á Ólympíuleikana. Tony Estanguet, framkvæmdastjóri þeirra, sagði að haldnar hefðu verið tíu kosningar síðan París sótti um að halda leikana og allt hefði gengið vel hingað til.

„Frakkar eru vanir að halda kosningar. Þeir munu gera það í eitt skipti í viðbót,“ sagði Thomas Bach forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Það verður mynduð ný ríkisstjórn og allir munu styðja við Ólympíuleikana.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt