fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Forsetasonurinn er sekur

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 15:43

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hunter Biden, eini eftirlifandi sonur Bandaríkjaforseta, Joe Biden, var í dag sakfelldur í öllum ákæruliðum í máli sem ákæruvaldi höfðaði gegn honum út af broti gegn vopna- og fíkniefnalöggjöf. Biden var ákærður fyrir að hafa haft skotvopn í sínum vörslum á meðan hann neytti fíkniefna.

Vel hefur gengið að sannfæra kviðdóm málsins sem tók sér aðeins þrjár klukkustundir til að komast að einróma niðurstöðu. Þau brot sem Hunter er sekur um geta varðað fangelsi allt að 10 árum, en sá háttur er hafður í Bandaríkjunum að fyrst kveður kviðdómur upp dóm sinn um sekt eða sýknu. Refsinguna ákveður svo dómari í sérstöku þinghaldi.

Að sögn NBC starði Hunter fram fyrir sig á meðan dómurinn var lesinn upp. Hann kinkaði svo kolli og tók í hendur á þeim sem störfuðu að vörn hans eða mættu til að styðja hann. Hann brosti þá og faðmaði lögmenn sína, Abbe Lowell og David Kolanski. Hann stóð loks upp og kyssti eiginkonu sína, Melissa Cohen-Biden.

Eitt helsta vitni ákæruvaldsins var fyrrverandi eiginkona Hunter sem vitnaði til um að hafa fundið krakkpípur og álíka notað til fíkniefnaneylsu, í fórum Hunter. Brot Hunter felst fyrst og fremst í því að hann hafi ekki upplýst  um fíknisjúkdóm sinn þegar hann sótti um leyfi til að kaupa sér skotvopn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“