fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Samúel varð bálreiður þegar hann sá heimsfrægan tónlistarmann í miðbænum – „Hef setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins“

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Samúel Karl Ólafsson er reiður út í íslenskt samfélag. Reiður því flíkin skikkja nýtur hér ekki þeirrar virðingar sem hann telur hana eiga skilið. Hann kallar eftir samfélagslegu átaki. Saman geti Íslendingar komið skikkjunni aftur á kortið, þjóðfélaginu til bóta.

Samúel skrifar grein sem birtist á Vísi í dag þar sem hann segist lengi hafa setið á sér í þessu mikilvæga máli.

„Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins.“

Hann tekur fram að það er ekki oft sem hann reiðist en fyrir mörgum árum síðan upplifði hann sitt minnistæðasta og alvarlegasta bræðikast í miðborginni, seint að kvöldi. Þar sá hann tónlistarmanninn Jónsa úr Sigur Rós skarta glæsilegri skikkju, og hann komst upp með það.

„Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt.“

Ekkert sé við Jónsa að sakast, enda fór skikkjan honum vel. Reiði Samúels beindist að samfélaginu á Íslandi. Hann kæmist líklega aldrei átölulaust upp með að klæðast skikkju. Eitt skuli yfir alla ganga. Skikkjur séu ekki bara fyrir fræga.

„Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára.“

Saman geti Íslendingar stigið fyrstu skrefin í baráttunni fyrir skikkjunni. Til dæmis með því að kynna flíkina fyrir börnum okkar og með því að skila skikkjuskömminni til sinna heima.

„Saman getum við dregið skikkjur aftur  í dagsljósið, breytt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda