fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hún lifði af árás bræðra sem eru djöflar í mannsmynd – „Þá skutu þeir mig í bakið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 22:00

Fórnarlömb Cook bræðranna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt eftir miðnætti 27. janúar 1981 kom Cheryl Bartlett Fann unnusta sínum Bud Coates á óvart með því að mæta í vinnuna til hans rétt áður en hann lauk vaktinni sinni. Fann var 18 ára og Coates 22 ára en hann starfaði sem kjötskeri í matvöruverslun í Toledo í Ohio.

Þar sem parið gekk heim á leið réðust bræður, Anthony og Nathaniel Cook, á þau. Þeir nauðguðu báðir Fann áður en þeir skutu hana í bakið.

Þar sem hún lá örmagna í blóði sínu var eina hugsun Fann 15 mánaða gamall sonur þeirra Coates, Eric, og hvað yrði um hann ef hún myndi deyja. Hún hafði á þessari stundu ekki hugmynd um að hún var eitt af mörgum fórnarlömbum hinna alræmdu Cook-bræðra, sem skildu eftir sig blóði drifna slóð fórnarlamba  í Ohio í upphafi áttunda og níunda áratugarins.

Fann gat gefið upplýsingar um hvernig árásarmenn hennar litu út, en lýsing hennar dugði ekki til að sakfella bræðurna. „Ég var reið og mér fannst kerfið bregðast mér,“ segir hún við People. Fjallað er um málið í nýjasta þætti People um sönn sakamál: People Magazine Investigates: Surviving a Serial Killer. Þátturinn Surviving the Cook Brothers er sjötti þátturinn í röðinni.

Parið ásamt syni þeirra.

Bræðurnir réðust á að minnsta kosti sex ung pör og eina 12 ára stúlku. Þeir nauðguðu konunum og í mörgum tilfellum drápu þeir fórnarlömbin.

Árið 1982 var Anthony dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á kaupsýslumanninum Peter Sawicki. Nathaniel var handtekinn árið 1998 fyrir morðið á Thomas Gordon. Saksóknari á þeim tíma bauð báðum bræðrum samning, eitthvað sem Fann vildi ekki.

Samkvæmt skilmálum samningsins sem bræðurnir samþykktu árið 2000 átti Anthony að sitja áfram í fangelsi, en Nathaniel ætti rétt á skilorði eftir 20 ár ef báðir játuðu á sig allar nauðganir sínar og morð. Anthony játaði á sig átta morð á árunum 1971 til 1983 og Nathaniel játaði þrjú. Anthony sat þegar af sér dóm vegna níunda fórnarlambs síns og situr hann enn inni. Árið 2018, eftir að hafa setið 20 ár á bak við lás og slá, var Nathaniel sleppt úr fangelsi á skilorði þrátt fyrir hörð andmæli fjölskyldna fórnarlamba þeirra bræðra. Dómari taldi hins vegar að ekkert væri því til fyrirstöðu að Nathaniel yrði sleppt, sér í lagi þegar litið væri til samningsins frá árinu 2000. Hann þarf hins vegar að stunda endurhæfingarprógramm fyrir kynferðisglæpamenn, ber ökklaband með gps og má ekki búa nálægt eða koma nálægt stöðum þar sem börn eru. 

Fann, sem orðin er 61 árs, segir í þættinum frá því hvernig henni tókst að komast lífs af frá bræðrunum. Í þættinum heimsækir hún að nýju staðinn þar sem ráðist var á þau parið. 

„Í janúar 1981 fluttum við Bud í okkar eigin íbúð í Toledo, sem í hinu enda bæjarins frá foreldrum okkar. Við höfðum aðeins búið þar í eina tvær vikur þegar árásin átti sér stað. Þann 27. janúar 198 klippti Donnie bróðir Bud á mér hárið og farðaði mig og ég hugsaði: „Ég ætla að ganga í vinnuna til Bud og koma honum á óvart.“ Þegar ég gekk fyrst inn um dyrnar var Bud reiður út í mig því ég gekk þangað ein. Svo róaðist hann og klukkan var um eitt um nóttina þegar við vorum að labba heim. Við vorum að spjalla um brúðkaupið okkar sem var framundan og um að eignast annað barn. Allt í einu byrjaði ég að skjálfa eins og eitthvað slæmt væri að fara að gerast og ég missti mig.  Viku áður en þetta gerðist dreymdi mig að ég yrði skotin. Nóttina áður þá dreymdi mig að mér væri nauðgað og ég skotin. En ég gat ekki greint andlit á þeim sem braut á mér,“ segir Fann. Hún segist hafa sagt móður sinni frá draumunum og móðir hennar sagt henni að hún ætti að vera heima og fara ekki ein út. Fann var þó ung og óhrædd eins og ungt fólk oft er og taldi að ekkert slæmt myndi koma fyrir sig. 

„Stuttu eftir að ég byrjaði að skjálfa sá ég mann, sem ég komst seinna að að var Anthony, spölkorn frá okkur og hann byrjaði að ganga til okkar. Ég sagði: „Bud, eitthvað er ekki í lagi.“ Og hann öskraði einhvern veginn: „Þú þarft að róa þig. Ekkert mun gerast. Ég mun vernda þig.“  Ég hata þessi orð enn þann dag í dag. Ég byrjaði að fríka meira út af draumnum en nokkuð. Og ég hugsaði: „Draumurinn er að rætast.“  Mig langaði að flýja en ég vissi ekki nákvæmlega hvar ég var því við fluttum þangað.“

Anthony kom til parsins og Fann bauð honum gulldemantatrúlofunar- og giftingarhringasettið sitt og Coates gaf honum veskið sitt. Anthony kastaði skíðagrímum í parið og sagði þeim að hylja andlit sín. Því næst skipaði hann þeim að ganga niður nærliggjandi húsasund. Rétt áður en parið kom að bílskúr þar sem bræðurnir frömdu ódæðisverk sitt fá Fann hinn bróðurinn koma gangandi.

„Ég var hrædd og handviss um að ég myndi deyja. Ég hélt að ég myndi aldrei sjá son minn aftur. Ég hugsaði: „Hver ​​ætlar að ala hann upp? Ég á eftir að sakna þess að sjá hann fara í skólann, útskriftina, gifta sig, eignast börn, allt það. Ég hugsaði líka að ég hefði átt að hlusta á mömmu. Ég heyrði í sífellu orð hennar í hausnum á mér um að fara ekki út.“

„Þá skutu þeir mig í bakið“

Eftir að bræðurnir nauðguðu Fann sögðu þeir henni að standa upp og klæða sig, og sögðu Coates að halda henni fast. „Svo skutu þeir mig í bakið. Ég heyrði byssuna smella. Það voru ekki fleiri byssukúlur. Ef þeir hefðu verið með fleiri byssukúlur, hefðu þeir drepið okkur þarna. Þeir hlupu í burtu og ég byrjaði bara að öskra. Ég áttaði mig ekki á að ég væri með skotsár ef því ég fann ekki kúluna koma í mig. Bud greip mig og við hlupum fram fyrir húsið og þegar við stoppuðum sagði hann: „Þú hefur verið lamin,“ því blóð lak niður bakið á mér.“

Parið bankaði upp á tveimur húsum en húsráðendur neituðu að aðstoða þau. „Í þriðja húsinu sagði maðurinn að ég gæti komið inn, en sagði líka að hann vildi ekki fá blóð út um allt.“

Bud fór út í íbúðina okkar til að láta bróður sinn vita hvað hefði gerst. Þeir urðu að koma syni okkar út ef bræðurnir myndu fara í íbúðina okkar, þeir fóru með son okkar til góðra nágranna okkar sem við höfðum kynnst og treystum,“ segir Fann. Sjálf beið hún hjá ókunnuga manninum og áður en bráðaliðar komu á vettvang hafði liðið yfir hana. Hún lá á spítala í þrjár og hálfa viku og hefur farið í yfir 20 skurðaðgerðir þar sem byssukúlan fór í sundur í líkama hennar.

Nathaniel og Anthony Cook

Margföldunaráhrif áfallsins

Læknar þurftu að gefa Bud róandi lyf vegna þess að hann missti stjórn á sér eftir atvikið. 

„Ég leit svo á að ég gæti ekki breytt neinu, því ofbeldið hafði átt sér stað, ég varð að halda áfram með líf mitt og hugsa um son minn. En Bud var í uppnámi yfir því að hann gat ekki verndað mig og hann yfirgaf okkur vegna þess að mér var nauðgað. Ég var svo ástfangin af honum og ég átti virkilega erfitt tímabil eftir að Bud fór frá okkur,“  segir Fann. Segir hún þetta hafa litað sambönd sína við karlmenn og hún hafi ávallt ákveðið að hætta með þeim áður en þeir myndu hafna henni.

Fann giftist þrisvar og eignaðist þrjá syni að auki áður en hún hitti núverandi eiginmann sinn Danny þegar hún var 26 ára. Þau kynntust í Tennessee eftir að Fann flutti þangað til að komast burt frá öllu í Ohio. 

„Við höfum verið saman í næstum 37 ár. Ég hef eytt meira en hálfu lífi mínu með honum. Hann er hetjan mín. Ég byrjaði að hitta meðferðaraðila eftir árásina og hætti svo. Nú er Danny besta meðferðin mín. Hann hlustar á mig og gagnrýnir ekki.“

Fann segist sjá eftir að hafa ekki fengið hringina sína til baka sem bræðurnir stálu af henni. Segir hún að lögreglan hafi sagt henni að bræðurnir hefðu ekki lagt í vana sinn að ræna fórnarlömb sín. „Hvernig veit hún það þegar þau eru flest dáin? Ég myndi vilja fá hringina aftur. Ég myndi elska að gefa syni mínum, Eric, þá sérstaklega þar sem faðir hans dó árið 2009. Kannski veit einhver hvað varð um hringana.

Í dag er ég bara manneskja sem reynir að lifa dag frá degi og reyni að leggja áföllin að baki mér. Ef ég geti hjálpað einhverjum öðrum með því að segja sögu mína væri það gott. Ég hef alltaf velt því fyrir mér: hver var tilgangur minn í lífinu?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga