fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Þrjár slasaðar eftir árásir hákarla við Flórída

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 06:30

Hvíthákarl sem tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baðstrandargestum og sjósundfólki í Flórída er ráðlagt að vera á varðbergi gagnvart hákörlum við strendur ríkisins. Ástæðan er að hákarlar réðust á þrjár konur í Walton County.

Sky News segir að kona hafi verið bitin af hákarli á föstudagskvöldið nærri Watersound Beach. Hún slasaðist alvarlega á handlegg og búk að sögn yfirvalda. Taka þurfti hluta af öðrum handlegg hennar af henni.

Tæpum tveimur klukkustundum árásina, réðst hákarl á tvær unglingsstúlkur um sex kílómetra frá staðnum þar sem fyrri árásin átti sér stað. Þar voru stúlkurnar í mittisdjúpum sjó með vinum sínum þegar hákarl réðst á þær. Önnur þeirra hlaut alvarlega áverka á efri hluta læris og annarri höndinni.

Talsmaður yfirvalda sagði mjög óvenjulegt að tvær hákarlaárásir eigi sér stað á sama degi við strendur Flórída. Einnig sé tímasetning þeirra óvenjuleg, því þær áttu sér stað síðdegis.

Samkvæmt skrá, sem haldin er af Flórídaháskóla, þá réðust hákarlar 69 sinnum á fólk á síðasta ári á heimsvísu. 10 manns létust í þessum árásum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?