fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Sigurður og Árni sakaðir um að hafa blekkt mann til að selja kvóta á of lágu verði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. júní 2024 17:30

Mynd: Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þá Sigurð Frey Árnason og Árna Sigurð Guðmundsson fyrir fjársvik, en til vara umboðssvik, í tengslum við sölu á aflahlutdeild.

Eru mennirnir sakaðir um að hafa blekkt seljanda aflahlutdeildar fyrir krókabát til að selja kvótann sinn á 3.365.550 kr. lægra verði en var raunvirði kvótans.

Sigurður er löggiltur skipasali og eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Safír miðlun ehf. Árni er starfsmaður fyrirtækisins. Safír miðlun annaðist sölu á þorskkvóta brotaþolans og sannfærðu þeir Sigurður og Árni brotaþolann um að  verðmæti kvótans væri 1.900 kr. kílóið. En á sama tíma sannfærðu þeir kaupandann um að kaupa kvótann á 2.050 kr. kílóið. Um var að ræða 22.437 kg af þorski. Brotaþoli seldi Safír miðlun kvótann á 42.630.300 kr. en kaupandi kvótans greiddi Safír miðlun 45.995.850 kr. fyrir kvótann.

Segir héraðssaksóknari að þarna hafi þeir tvímenningar, sem fulltrúar Safír miðlunar, misnotað aðstöðu sína með því að leyna raunverulegu söluverði kvótans og afla Safír miðlunar ávinnings upp á 3.365.550 kr.

Áður sakfelldur fyrir kvótamisferli

Árið 2018 var Sigurður Freyr Árnason sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að draga sér andvirði kvóta sem hann leigði fyrir tengdaföður sinn án hans vitundar. Nam fjárdrátturinn samtals tæplega sex milljónum króna.

Greint var frá málinu í Morgunblaðinu á sínum tíma. Sigurður sá um um­sýslu með afla­heim­ild­ir fyr­ir fé­lög fyrr­ver­andi tengda­föður síns, meðal ann­ars á grund­velli tengsla þeirra. Brotið kom í ljós þegar tengdafaðir­inn ætlaði að selja króka­afla­heim­ild­ir í eigu fé­lags síns, en við söluna uppgötvaði hann að það magn afla­heim­ilda sem hann taldi fé­lag sitt eiga var ekki til staðar, þar sem búið var að selja hluta þeirra án vitn­eskju tengda­föður­ins. Andvirðið hafði Sigurður lagt inn á eigin reikning.

Var Sigurður dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þetta brot.

Málið sem hér um ræðir, gegn þeim Sigurði og Árna, verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 14. júní næstkomandi. Krefst héraðssaksóknari þess að þeir félagar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður