fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Amma lögð inn á sjúkrahús og gekkst undir tvær aðgerðir eftir að hafa sett auglýsingu á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amma var lögð inn á sjúkrahús eftir að hún var beitt svikum við sölu á fjölskyldubílnum á Facebook Marketplace.

Rebekah Strader, sem búsett er í Victoria í Ástralíu, skráði Holden ClubSport bíl sinn til sölu þar sem hana sárvantaði peninga til að geta borgað reikningana og haldið heimili sínu. Fljótlega bárust henni skilaboð frá karlmanni sem var áhugasamur um bílinn. Þau skipust á skilaboðum og vildi maðurinn koma og reynsluaka bílnum. Mætti hann á heimili Strader og náðist það sem á eftir fylgdi á myndavél dyrasímans.

Strader afhenti manninum bíllyklana en áður en hún náði að setjast í farþegasætið læsti hann bílhurðunum. Þrátt fyrir að Strader hafi kallað á manninn og beðið hann að opna fyrir henni hunsaði hann það og keyrði yfir fót hennar áður en hann brenndi í burtu á miklum hraða.

Meiðsli Strader náðust ekki á mynd, en 15 ára barnabarn hennar var vitni.

„Ég var að berja á rúðuna og bað hann um að hætta því ég keypti bílinn fyrir mörgum árum og ég hugsaði „Ég get ekki misst hann. Ég hef ekki efni á að missa hann,“ segir Strader í viðtali við 9news.

Hún fótbrotnaði og hefur farið í tvær skurðaðgerðir eftir atvikið. Segist hún ekki geta gengið í marga mánuði. 

Strader segir að Facebook þurfi að herða öryggisreglur sínar. „Facebook þarf að breytast. Það er of auðvelt fyrir fólk að vera svikin eða rænd.“ 

Strader telur að maðurinn hafi notað falskan Facebook prófíl þar sem hún hefur ekki fundið nein deili á honum. Lögreglan rannsakar atvikið og lýsti Strader manninum sem 170 sentimetra háum, miðlungsbyggðum og með hökuskegg.

Vinir hennar hafa stofnað söfnun á GoFundMe til að létta undir með henni fjárhagslega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?