fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Einkaþjálfari Margot Robbie leysir frá skjóðunni – Ekki er allt sem sýnist

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2024 14:07

Einkaþjálfari Margot Robbie afhjúpar sannleikann á bak við hörkuformið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfari stjarnanna David Higgins afhjúpar sannleikann á bak við hörkukropp leikkonunnar Margot Robbie. Hann vann með leikkonunni fyrir kvikmyndina Barbie, en hann hefur einnig hjálpað öðrum stjörnum að koma sér í form fyrir hlutverk, eins og fyrir spennuþættina The Last of Us og kvikmyndirnar Black Widow og Batman.

Higgins hefur verið tregur að afhjúpa hvaða æfingar og hvaða prógrammi Robbie fylgir, alveg síðan þau byrjuðu fyrst að vinna saman fyrir kvikmyndina The Legend of Tarzan sem kom út árið 2016, en hún sagði í viðtali á sínum tíma að það væri Higgins að þakka að hún væri í „besta formi lífs míns.“

Í nýju viðtali við News.com.au sagði Higgins að fólk ætti ekki að reyna að líkjast stjörnunum.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir fólk að átta sig á að þó við lítum á þessar stjörnur sem fyrirmyndir varðandi heilsu og vellíðan þá er mjög erfitt að ná sama árangri og þær,“ sagði hann.

„Ég vinn með þessu fólki á hverjum degi í marga, marga mánuði. Og þetta er fyrir starf, ekki fyrir sumarfrí eða til frambúðar.“

Hann ítrekaði að það sé mjög erfitt að komast í þetta „draumaform“ og að það liggi mikil vinna þar að baki. Hann benti einnig á að markmið fólks breytist. Þegar hann var tvítugur langaði hann að bæta á sig vöðvum fyrir ströndina. Nú langar hann að vera í góðu formi til að geta leikið við syni sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“