fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Kristbjörg opnar sig – „Ef ég á að vera hreinskilin þá mislíkar mér óvissan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 12:18

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir segir að framtíðin sé óráðin og opnar sig um óvissuna í nýlegum pistli á Instagram.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni.

Fjölskyldan hefur búið í Katar frá árinu 2019 þegar Aron Einar byrjaði að spila með liðinu Al Arabi. Samningur hans var að renna út og segir Kristbjörg óvíst hvað sé næst á dagskrá hjá þeim.

„Það hafa margir spurt mig hvað sé fram undan hjá okkur. Hvort við ætlum að vera áfram í Katar, flytja aftur til Íslands eða flytja til annars lands og svo framvegis,“ segir Kristbjörg.

„Stutta svarið er: Ég hef ekki hugmynd! Haha. Samningur Arons við Al Arabi er runninn út svo þeim frábæra kafla er lokið (meira um það síðar í annarri færslu). Svo nú bara bíðum við og sjáum hvort eitthvað spennandi býðst og að við ákvörðum næstu skref.“

Erfitt að vera í óvissu

„Ef ég á að vera hreinskilin þá mislíkar mér óvissan. Ég er ekki hrifin af því að geta ekki planað fram í tímann, að vita ekki hvort ég sé að koma aftur til Katar eftir sumarið til að kveðja vini okkar, pakka húsinu og flytja, eða ekki. En svona er þetta og við þurfum bara að synda með straumnum,“ segir hún.

„Planið þetta sumar er að reyna að njóta eins mikið og við getum saman, leggja hart að okkur, slaka á, ferðast um Ísland og skapa fleiri minningar með drengjunum okkar, fjölskyldu og vinum. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger