fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Skömmunum rignir yfir RÚV – „Vér mótmælum öll“

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2024 14:30

Mynd: RÚV - Ragnar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur tilkynnt að frá og með 14. júní næstkomandi og fram til 12. ágúst verði hefbundinn kvöldfréttatími sendur út klukkan 21 á hverju kvöldi en ekki klukkan 19 eins og venjan hefur verið. Seinni fréttatími sem yfirleitt hefur verið klukkan. 22 alla virka daga nema föstudaga verður felldur niður á meðan þetta ástand varir. Ástæða þessara breytinga eru beinar útsendingar frá Evrópukeppni karla í fótbolta sem stendur yfir frá 14. júní fram til 14. júlí og frá Ólympíuleikunum í París frá 26. júlí til 11. ágúst. Í tilkynningu RÚV segir að dagskrá sumarsins muni einkennast mjög af beinum útsendingum frá þessum íþróttaviðburðum.

Ýmsir gera harðorðar athugasemdir á Facebook-síðum RÚV við þessar breytingar og segja íþróttir fá allt of mikið pláss í dagskránni í sumar. Einhverjum líst þó vel á og hlakka til að fylgjast með útsendingunum.

Hin landsþekkta fjölmiðlakona Kolbrún Bergþórsdóttir bar sig illa í pistli í Morgunblaðinu vegna allra yfirvofandi íþróttaútsendinganna og sagði meðal annars um ofríki íþróttaheimsins að ræða:

Kolbrún kvíðir sumrinu: Íþróttirnar taka yfir í sjónvarpinu – „Mikil þjáning bíður manns“

Miðað við ummæli sem látin hafa verið falla í athugasemdum á Facebook-síðum RÚV og fréttastofu miðilsins á Kolbrún fjölda skoðanasystkina sem segja það hreinræktað ofríki að færa fréttatímann með þessum hætti til að hliðra til fyrir íþróttaútsendingum. Algengt er í kvörtununum að vísað sé til aukarásarinnar RÚV 2 og því varpað fram að allar íþróttaútsendingar geti verið þar:

„Af hverju eru íþróttirnar ekki á Rúv 2? Þetta fyrirkomulag er galið.“

Í einni athugasemd er fullyrt að þessi tilfærsla á fréttatímanum sé sérstaklega slæm fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum og flest annað eldra fólk sem hafi almennt ekki gaman af íþróttum.

Meðal annarra ummæla þar sem tilfærslunni er mótmælt eru:

„Er ekki allt í lagi með ykkur ?????? Yfir á RÚV 2 með þetta helvítis drasl. Vér mótmælum öll.“

„Af hverju er ekki hægt að vera með þessa íþróttavellu á RÚV2?“

„Til hvers að hafa fréttir yfir höfuð? Það eina sem verður fjallað um í 75% fréttatímans verða leikirnir sem eru nýbúnir og raunverulegar fréttir fá kannski fimm mínútur í heildina. Þannig hefur það alltaf verið þegar þetta helvítis tuðruspark er í gangi og þannig verður það áfram enda þessir andskotans fréttasnápar þarna á rúv með sama efni í hausnum og er inni í fótboltanum.“

„Vantar ekki frekar auka íþróttastöð, eða goshamfarastöð eftir þörfum? Rúv 2. Það er ekki gott að hrófla við heilögum kvöldfréttatímanum fyrir landsmenn.“

„Hvurslags vitleysa er þetta.“

„Við mótmælum ÖLL, þetta er alveg óþolandi.“

„Hafa íþróttadraslið á RÚV2, þetta er ekki nema 10-15% sem nennir að horfa á þetta þegar mesta áhorf er. Og sleppa þessum „ekki-fréttum“, íþrótta og fl. sem er troðið inn í fréttatíma og á vefinn. Fréttir eins og „Ísland mætir Hollandi í kvöld“ eru bæði rangar og villandi. Ísland er ekki að fara að gera neitt með Hollandi heldur er reynt að höfða til þjóðarrembings með svona bulli. Eins þegar talað er um að „við“ vinnum en „þeir“ töpuðu.“

Sumir sáttir

Hér hafa verið tiltekin aðeins nokkur dæmi um harðorð mótmæli á Facebook-síðum RÚV og fréttastofu RÚV. Ummæli af þessu tagi eru talsvert fleiri. Þó eru dæmi um ummæli þar sem þessari tilfærslu á fréttatímanum fyrir íþróttirnar er fagnað:

„Alltaf sama vælið á tveggja ára fresti. Fréttir allan sólarhringinn á netinu.“

„Meiri fótbolta takk.“

„Hvað með okkur sem höfum engan áhuga á Kiljunni eða silfrinu eða þessum ægi leiðinlegu norrænu bíómyndum og þáttum en þurfum samt að borga fyrir RÚV? sýnið okkur nú smá tillitssemi og leyfið okkur að horfa á fótboltann í friði.“

„Bara flott, nema fyrir fýlupúka, þeir fá eitthvað til að nöldra yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“