fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Þakkar litlu Ellý fyrir að standa með sér – „Þú hefur sýnt það og sannað að þú trúir á okkur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 10:30

Ellý Ármanns Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellý Ármannsdóttir flugfreyja og spákona mun setjast á skólabekk í haust á listmálarabraut í Listaháskóla Íslands. Í færslu á Facebook þakkar hún sjálfri sér fyrir að standa með litlu Ellý, trúa á sjálfa sig og ástríðuna fyrir málaralistinni.

Eins og margir þekkja til þá hefur Ellý málað og selt myndir í mörg ár. Í júní í fyrra hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair og mun halda því starfi áfram samhliða náminu.

„Til hamingju Ellý Ármanns fyrir að standa með mér, litlu Ellý Ármanns, og slá til, trúa á okkur og okkar ástríðu sem er að teikna og mála og já bara kýla á það að sækja um á listmálarabraut. Sko okkur! Við fengum jákvætt svar og það sem meira er er að við fáum að stunda listnámið meðfram flugfreyjustarfinu og það er svo ótrúlega spennandi og nærandi samsetning. Þá sköpum við og lærum á milli þess sem við fljúgum með frábæru fólki hjá Icelandair.

Þú hefur sýnt það og sannað að þú trúir á okkur elsku Ellý Ármanns. Draumurinn okkar er að fara að rætast frá því við vorum litlar. Takk fyrir að standa með mér. Þín besta besta vinkona ~ litla Ellý Ármanns.“

Ellý var gestur Fókus í desember síðastliðnum.

Sjá einnig: Elskar að vera í háloftunum – En hvað með tattúin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“