fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera meira af þessu – „Fyrsta viðbragðið okkar að fara undan í flæmingi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 08:12

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir mörg okkar eiga erfitt með að taka hrósi, í stað þess að taka því og þakka fyrir förum við undan í flæmingi og afsökum okkur í bak og fyrir.

 „Þegar okkur er hrósað þá er fyrsta viðbragðið okkar að fara undan í flæmingi.

Oft er það eins og að skvetta vatni á gæs.

Við verðum vandræðaleg og notum ýmsar aðferðir til að skýra það burt.

Eins og flúnkuný Teflon panna úr Byggt og búið lekur hrósið af okkur.

Svakalega ertu duglegur,“ segir Ragga í pistli á Facebook-síðu sinni og heldur áfram:

„Ohh veit það ekki, þetta var nú sosum ekkert merkilegt.

Smart peysa sem þú ert í.

Æi hún er eldgömul.

Mikið líturðu vel út.

Þurfti alveg að sparsla í hrukkurnar í morgun.

Svakalega er þetta gordjöss máltíð.

Ég veit það nú ekki, ég henti bara einhverju saman.“

Ragga segir aðferðirnar sem við notum vera fjölmargar: 

„Aðferðir sem við notum:

Gerum lítið afrekum okkar eða sláum ryki yfir framlagið.

Tölum frekar um framlag annarra.

Gagnrýnum okkur og beinum athyglinni að því sem illa gekk.

Hrósum hinum frekar.

Biðjumst afsökunar.“

Ragga segir að þau sem eru ekki vön hrósi úr uppeldinu, fólk með fullkomnunarhneigð, manneskjugeðjarar, lítið sjálfstraust, neikvæð sjálfsmynd eiga oft erfitt með að taka hrósi.

„Eins og dyravörður á Ingólfscafé passar heilinn uppá að hrós og jákvæðar staðhæfingar séu 

ekki teknar trúanlegar.

Viðheldur trúnni að þú sért ekki nóg með að afskrifa hól og hrós eins og neyslulán.

Telur þér trú um að annarlegar kenndir liggi að baki hrósinu.

„Hann meinar ekkert með þessu,“ gargar mölbrotna sjálfsmyndin í eyrað á þér.

Og heldur áfram að brjóta þig niður með að viðkomandi sé í góðgerðarstarfsemi að segja einhvern þvætting.

Hrós eru tilraun annarra til að vera aumingjagóðir.“

Þetta er það sem við eigum að gera að sögn Röggu:

„Næst þegar þér er hrósað hentu þessum hugsunum öfugum út úr partýinu.

Þær eyðileggja stuðið.

Boðflennur og dónar.

Þú ert ekki montinn, hrokafullur, hégómagjarn sjálfhverfur narsissti við að taka hrósi og þakka fyrir.

Það er mikilvægt að æfa sig í að svara hrósi á nýjan hátt en ekki skýra það burt.

Bíða, hlusta og móttaka það með uppbyggilegum svörum.

Manneskja sem tekur eftir velgengni þinni og gefur sér tíma að hrósa þér á líka skilið þakkir og fallegar móttökur við hrósinu.

Þú mátt fyllast stolti yfir eigin framlagi og frammistöðu.

Þú mátt byggja upp sjálfsmyndina við jákvæða endurgjöf.

Þú mátt efla sjálfstraustið við viðurkenningu frá öðrum.

Sjúgðu hrós í þig eins og skúringasvampur.

Marineraðu þig í því til að efla sjálfsmyndina.

Æfðu þig í að trúa því að það sé satt.

Trúa að þú sért þess virði að fá hrós. 

Ekki vera Teflon… vertu svampur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni